Fara í efni

Evrópska samgönguvikan 16.-22. september

Seltjarnarnesbær tekur þátt að vanda og í ár er þemað Almannarými - virkir ferðamátar. Íbúar eru m.a. hvattir til að nýta sér sjálfbærar samgöngur, taka þátt í Bíllausa deginum og skemmtilegum fjölskylduviðburði, Samhjól Reykjavík - Seltjarnarnes sem Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg standa sameiginlega að laugardaginn 21. september.

Evrópsk samgönguvika 16. – 22. september

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Þema samgönguviku í ár er Almannarými – virkir ferðamátar og Seltjarnarnesbær tekur þátt sem fyrr ásamt fjölmörgum sveitarfélögum víðsvegar um landið.

Íbúar eru hvattir til þess að nýta sér sjálfbærar samgöngur í vikunni og þá sérstaklega er hvatt til þess að taka þátt í Bíllausa deginum sunnudaginn 22. september. Í tilefni dagsins býður Strætó upp á fríar ferðir þann daginn.

Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar.

Samhjól – Gróttuhringur

Í tilefni af Evrópskri samgönguviku 2024 munu fjölskyldur og vinir á Seltjarnarnesi og í Reykjavík hittast við nýjan útsýnipall við Eiðisgranda laugardaginn 21. september klukkan ellefu og hjóla saman 6 km leið um Gróttuhringinn og ljúka ferð í Sundlaug Seltjarnarness um klukkan tólf. Þar verður boðið upp á kaffi, safa, kleinur og í sund. Gleðjumst saman, hjólum saman en þema vikunnar er almannarými - virkir ferðamátar. Staðsetning er á göngu- og hjólastíg gegn JL húsinu á Hringbraut- Eiðisgranda. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér: Samhjól Reykjavík - Seltjarnarnes | Facebook


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?