Fara í efni

Engin áramótabrenna á Valhúsahæð þetta árið

Vegna þeirra sóttvarnareglna sem í gildi eru um takmörkun á samkomuhaldi fram til 12. janúar nk. vegna Covid-19 verður ekki hægt að halda áramótabrennu á Valhúsahæð á gamlárskvöld.

Vegna þeirra sóttvarnareglna sem nú eru í gildi um takmörkun á samkomuhaldi og verða fram til 12. janúar nk. vegna Covid-19 verður ekki áramótabrenna á Valhúsahæð á gamlárskvöld. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tóku ákvörðun á sameiginlegum fundi sínum í síðustu viku að halda engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir óþarfa hópamyndanir. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar staðfesti samhljóða þá ákvörðun á fundi sínum þann 9. desember sl.

Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennum í ár.
Íbúar eru hvattir til að njóta jóla- og áramóta í sínum „jólakúlum“ og forðast mannmergð í takt við tilmæli sóttvarnayfirvalda. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.

Hér má lesa leiðbeiningar sem þarf að hafa í huga um hátíðarnar vegna Covid-19.

https://www.covid.is/flokkar/jol-og-aramot-2020




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?