Í tilefni dagsins var m.a. bæjarstjóra og starfsfólki bæjarskrifstofu boðið í heimsókn á Stjörnubrekku, Sólbrekku og Mánabrekku. Það var ótrúlega gaman að hitta krakkana og upplifa allt það stórkostlega starf sem unnið er í leikskólunum okkar. Allir voru uppteknir í alls konar auk þess sem þennan dag var starfræktur Bangsaspítali. Þar var brjálað að gera og fengu hvers kyns bangsar og tuskudýr sem betur fer bót meina sinna hjá bangsalæknunum en plástrar, umbúðir og almenn umhyggja var það sem þurfti til.