Fara í efni

17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi

Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í alla skemmtun og leiktæki.
 
Kl. 10-12 Bátasigling frá smábátahöfninni
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Björgunarvesti fyrir alla. Siglingar eru háðar veðurfari.
 
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Rótarýmenn taka þátt í messunni og flytur Erlendur Magnússon forseti klúbbsins hugleiðingu. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson og Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Afhending á Kaldalónsskálinni auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
 
Kl. 12.45 Skrúðganga frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness, trúðar og fánaberar í broddi fylkingar ásamt lögreglufylgd
 

DAGSKRÁ Í BAKKAGARÐI HEFST KL. 13.00

 
Kl. 13 -15 Listamenn, leiktæki og stemning í Bakkagarði - frítt í öll tæki!
 
  • Jón Jónsson tónlistarmaður kynnir, syngur og skemmtir gestum
  • Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri flytur hátíðarræðu
  • Fjallkonan 2022 flytur ljóðið Vornótt eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
  • Bríet hin eina sanna syngur nokkur lög
  • Ræningjarnir úr Kardimommubænum kíkja í heimsókn
  • Friðrik Dór stígur á stokk í öllu sínu veldi
  • Lazertagvöllur
  • Rennibraut, þrautabraut og Hoppukastali – eitthvað fyrir allan aldur!
  • Vatnaboltar
  • Klessuboltar
  • Hestateymingar fyrir alla aldurshópa
  • Trúðafjör
  • Andlitsmálning
  • Myndaspjöld
  • Kandífloss, blöðrur, fánar, þjóðhátíðarnammi, pylsur, popp, kaffi gos og hvað eina!
Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að fjölmenna, njóta og hafa gaman saman!
 
 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?