Fara í efni

Umhverfisnefnd

171. fundur 07. október 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Fjárhagsáætlun 2005
3. Staðardagskrá 21 tímarammi, staða
4. Skýrsla um fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör
5. Útilistaverk
6. Evrópsk samgönguvika (HS)
7. Önnur mál
a) Ársfundur náttúruverndarnefnda og S21 8. – 9. október
b) Alþjóðleg ráðstefna ACIA 9-12. nóvember
c) Kynning á náttúruverndaráætlun 2003-2008, 13. október
d) Erindi Golfklúbbs Ness
8. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:04.

2. Útilistaverk. Sólveig Pálsdóttir, formaður Menningarnefndar og Ólöf Nordal listamaður kynntu hugmyndir að útilistaverki við Hákarlaskúrinn sem menningarnefnd hefur áhuga á að festa kaup á. Almennur áhugi á verkefninu hjá Umhverfisnefnd en töf á niðurstöðum fornleifarannsókna við Bygggarðsvör orsakar að nefndin getur ekki afgreitt umsögn um hugmyndina. Sólveig og Ólöf viku af fundi.

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005. Formaður lagði fram drög að fjárhagsáætlun Umhverfisnefndar. Fjárhagsáætlun að upphæð 3.440.000 samþykkt frá nefndinni.

4. Staðardagskrá 21. Farið yfir tímaramma á þeim verkefnum sem í gangi eru á vegum stofnana bæjarins.

5. Skýrsla um fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör. Frestað.

6. Evrópsk samgönguvika. Hrafnhildur Sigurðardóttir var fulltrúi bæjarins í undirbúningsnefnd á vegum sveitarfélaganna. Hrafnhildur fór yfir þá dagskrárliði sem voru á vegum bæjarins og gerði grein fyrir hvernig til tókst.

7. Önnur mál:
a) Ársfundur náttúruverndarnefnda og S21 8.-9. október. IS, SB og Hrafnhildur sækja fundinn.
b) Alþjóðleg ráðstefna ACIA 9.-12. nóvember kynnt.
c) Kynning á náttúruverndaráætlun 2003-2008. Stefnt að því að hún verði 19. október.
d) Erindi Golfklúbbs Ness vegna breytinga á Nesvelli kynnt. Jákvætt tekið í erindið og því vísað til Skipulagsnefndar.
e) Lagt fram bréf frá dr. Bjarna Einarssyni fornleifafræðingi vegna rannsókna á fornleifum á Seltjarnarnesi.

8. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:45.

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann fundarritari (sign.)                           (sign.)                                (sign.)

Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir
(sign.)                            (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?