Fara í efni

Umhverfisnefnd

25. júlí 2016

268. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 25. júlí 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein, Stefán Bergmann.

Fulltrúi Ungmennaráðs: Sólveig Björnsdóttir

Fundargerð ritaði: Kristinn H. Guðbjartsson

Fundur settur kl : 17:05

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2015060187. Fyrirhugaður hjólastígur á Seltjarnarnesi: Úttekt á fornleifum vegna deiliskipulags.
    Nefndin ítrekar fyrri athugasemdir frá síðasta fundi umhverfisnefndar 27. júní 2016 vegna hverfisverndar, útivistarmöguleika og áhrifa á náttúru og lífríki á Vestursvæðum. Nefndin telur óhjákvæmilegt annað en að stöðva framkvæmdir við Bygggarða og endurskoða fyrirætlanir. Nefndin felur formanni nefndarinnar að koma þessum ábendingum til bæjarráðs hið fyrsta.

    Málsnúmer: 2011060003.
    Garðaskoðun: Tillögur ræddar.
  2. Málsnúmer:
    Verndaráætlun fyrir fugla: Nefndin telur þörf á að meta stöðu fuglalífs í heild á Vestursvæðum og leggja þannig grunn að verndaráætlun fuglalífs til framtíðar.
  3. Málsnúmer:
    Gróðurfar á Seltjarnarnesi: Nefndin telur þörf á að farið verði í úttekt á gróðurfari á Seltjarnarnesi til að meta þær breytingar sem hafa orðið síðan skýrslan um náttúrufar á Seltjarnarnesi kom út.
  4. Málsnúmer: 201211060003.
    Ljóskastarahús: Formaður nefndarinnar fór yfir stöðuna og skilyrði vegna umsóknarinnar.
  5. Önnur mál.
    Efnislosun í sjó við smábátahöfnina: Skv. samþykkt um sorphirðu og hreinsun opinna svæða á Seltjarnarnesi nr. 95/1999 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 er efnislosun í sjó með öllu bönnuð.

Fundi slitið kl. 19.20.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?