267. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 27. júní 2016 kl. 16:30 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Fundinn sátu aðalmenn: Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Pálsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Stefán Bergmann.
Fulltrúar Ungmennaráðs:
Fundargerð ritaði: Hannes Tryggvi Hafstein.
Fundur settur kl : 16.30
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
- Málsnúmer: 2015060187. Fyrirhugaður hjólastígur á Seltjarnarnesi: Úttekt á fornleifum vegna deiliskipulags.
Umhverfisnefnd fagnar úttekt á fornleifum og aðkomu Minjastonfunnar vegna fyrirhugaðs hjólastígs. Stígur af þessari gerð er hvorki í gildandi aðalskipulagi né deiliskipulagi og ekki gert ráð fyrir honum í endurskoðuðu deiliskipulagi. Í tillögu að deiliskipulagi fyrir Valhúsarhæð og aðliggjandi útivistarsvæði er þó gert ráð fyrir hjólastíg. Nefndin bendir hins vegar á að hefðbundnu deiliskipulagsferli bæði Vestursvæðis og Valhúsarhæðar er ekki lokið.
Breiður hjólreiðastígur um Vestursvæðin er áhættusöm aðgerð sem líklegt er að hafi afgerandi og neikvæð áhrif á svæðið. Ástæða er til að endurmeta hvort eigi að setja hjólastíg á svæðið frá Bygggörðum að Snoppu eins og útboðsgögn gera ráð fyrir.
Sýnum aðgát og virðingu. - Málsnúmer: 2011060003.
Garðaskoðun.
Farið yfir tillögur. - Önnur mál.
- Fundi slitið. Klukkan 18.33.