Fara í efni

Umhverfisnefnd

17. febrúar 2016

262. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Hannes Tryggvi Hafstein,Guðmundur Jón Helgasson,Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán bergmann,Oddur Jónasson, Margrét Lind Ólafsdóttir og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:

Fundur settur kl. 17:10

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer: 2016010058.

    Niðurstöður fuglatalningar fyrir árið 2015.

    Skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar.
    Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með þá jákvæðu breytingu sem orðið hefur á fuglalífi á Seltjarnarnesi árið 2015. Skipulags- og umferðarnefnd verður send skýrslan sem innlegg í skipulagsvinnuna.

  2. Málsnúmer: 2016020092.

    Létt grindverk (staurar með reipi) meðfram varplandi í Gróttu.

    Vöktun Gróttu.

    Umhverfisnefnd stefnir að því að sett verði upp grindverk meðfram varplandi í Gróttu.

    Umhverfisnefnd hvetur til vöktunar á varpsvæðum Gróttu og vestursvæðanna. Sviðsstjóri umhverfissviðs mun kanna þessi mál nánar innan stjórnsýslunnar.

  3. Málsnúmer: 2012110055.

    Efnislager. Umhverfisnefnd gerir athugasemdir við aukna haugsetningu umfram umsamið magn á vestursvæðunum. Í leyfinu var samið um ákveðinn tímaramma sem er löngu liðinn. Vakin er athygli á að svæðið er undir hverfisvernd.

  4. Fyrirlestrar náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar frá 12. nóvember 2015.

    Kynnt.

  5. Málsnúmer: 2011090001.

    Vegvísar – Mannvit.

    Kynnt. Ákveðið að fá kynningu hjá Herði Bjarnasyni á næsta fundi.

  6. Málsnúmer: 2016020093.

    Náttúrufar á Seltjarnarnesi.
    Umhverfisnefnd telur tímabært að gera gróðurúttekt til að kanna breytingar sem orðið hafa á síðastliðinum tuttugu árum, til dæmis á Valhúsahæð og á Vestursvæðunum.

  7. Önnur mál.
    Urtagarður. Kynning á Urtagarði verður á næsta fundi.
    Áhugi er á að gera brunn sunnan Nesstofu sýnilegan.

  8. Fundi slitið 19:00.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?