261. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 2. desember 2015 kl 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mætt: : Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:
Fundur settur: 17:05
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer: 2015110048.
Vegvísar og skilti.
Verkfræðistofan Mannvit vinnur að aðgerðaáætlun fyrir nýja og endurnýaða vegvísa á Seltjarnarnesi. Pétur Jónsson hjá Landark vinnur að hugmyndum að upplýsinga og bannskiltum. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að vestursvæðin verði í forgangi og skilti lagfærð þar sem við á. -
Málsnúmer: 2012110034.
Ljóskastarahús.
Haldið áfram með upplýsingaöflun um húsið. Sótt hefur verið aftur um styrk til Minjastofnunar Íslands. Nefndin leggur áherslu á að nauðsynlegar viðgerðir til verndunar hússins verði gerðar fyrr en seinna.
-
Ábendingar við umsögn og greinargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness um tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2012-2033. Gísli Hermannsson.
Greinargerð lögð fram til kynningar.
-
Grunnskóli Seltjarnarness vinnur áhugaverð verkefni í vali í saumi og hönnun.
Umhverfisnefnd fagnar þessu áhugaverða umhverfisverkefni hjá Ástu textilkennara og nemendum hennar í Grunnskóla Seltjarnarness.
-
Sundlaug Seltjarnarness – Þjónustukönnun.
Lögð fram til kynningar.
-
18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga, Reykjavík haldinn 12. nóvember 2015.
Efni fundarins var móttaka ferðamanna og náttúruvernd.
Margrét, Steinunn og Ragnhildur sóttu ársfundinn. -
Önnur mál.
Efnismál rædd.
Kynnt stofnun vinnuhóps bæjarstjórnar um stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
Umhverfisnefnd þakkar Brynjúlfi Halldórsyni sérstaklega ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina.
-
Fundi slitið 19:00.