258. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2015 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mætt: Margrét Pálsdóttir,Elín Helga Guðmundsdóttir,Guðmundur Jón Helgason,Margrét Lind Ólafsdóttir,Brynjúlfur Halldórsson og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi : Hannes Tryggvi Hafstein
Fundur settur: 16:25
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2014060035.
Umsögn umhverfisnefndar vegna aðalskipulags Seltjarnarness 2015 – 2033.
Umsögn lögð fram til samþykktar og var samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum.
Bókun GJH:
Guðmundur Jón Helgason greiðir atkvæði gegn umsögninni og gerir eftirfarandi bókun:
Undirritaður gerir athugasemdir við að umsögnin skuli ekki hafa verið send til lestrar fyrir fundinn, né að hafa fengið aðkomu að vinnu við gerð þessarar umsagnar.
Bókun GH:Gísli Hermannsson vil að það komi fram að hann hafi ekki séð umsögnina fyrr en á fundinum og taki því ekki afstöðu til hennar.
Bókun HTH:
Hannes Tryggvi Hafstein styður umsögn umhverfisnefndar og telur brýnt að fagnefndir á vegum bæjarins komi að vinnu aðalskipulags Seltjarnarness 2015-2033. -
Önnur mál.
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september næstkomandi. Nefndin ætlar að athuga með viðburð í tilefni dagsins.
-
Fundi slitið 18:10.