Fara í efni

Umhverfisnefnd

02. júlí 2015

257. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 2. júlí 2015 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Guðmundur Jón Helgason, Stefán Bergmann og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs: Geir Zoega

Fundur settur: 16:10.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014060035.

    Umsögn umhverfisnefndar vegna aðalskipulags Seltjarnarness 2015 – 2033.
    Drög að aðalskipulagi kynnt og rædd.

  2. Málsnúmer: 2011030032.

    Garðaskoðun.
    Garðaskoðun er ákveðin 9. júli.

  3. Málsnúmer: 2015010022

    Reykjanesfólkvangur – Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
    MP sagði frá fundi sem haldinn var í Seltúni við Krísuvík.

  4. Málsnúmer: 201110009.

    Fuglaskoðunarhús.
    Efnið, rekaviður er væntanlegur frá Ófeigsfirði innan tíðar. Farið yfir stöðuna á verkinu.

  5. Umgengni og þrifnaður utanhúss á Seltjarnarnesi.
    Ítrekaðar kvartanir frá bæjarbúum ræddar.

  6. Skilti.
    Umhverfisnefnd telur í ljósi aukins álags, tímabært að endurskoða leiðbeininga- og upplýsingaskilti, sérstaklega við Snoppu og á vestursvæðinu.

  7. Önnur mál.
    Umhverfisþing á Grandhótel 9 október 2015.
    Sagt frá varpi fugla á Seltjarnarnesi 2015.
    MP sagði frá fundi Minjaráðs Reykjavíkur og nágrennis.

  8. Fundi slitið 19:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?