256. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 6. maí 2015 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mætt: Margrét Pálsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:
Fundur settur: 16:05
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer: 2014110033.
Beiðni um umsögn umhverfisnefndar vegna verkefnislýsingar fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi svæði.
Umhverfisnefnd hefði gjarnan viljað fá tillögu að skipulagslýsingu Valhúsahæðar og aðliggjandi umhverfis, til umfjöllunar áður en tillagan var samþykkt í bæjarstjórn.
Umhverfisnefnd áréttar að lokið verði við friðlýsingarferli svæðisins í kringum útsýnisskífu. -
Málsnúmer: 2014060035.
Umræður umhverfisnefndar um tillögur á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi 2015 – 2033.
Árni Geirsson frá Alta kom á fundinn og fór yfir lög um umhverfismat áætlana og lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.Umhverfisnefnd mun óska eftir upplýsingafundi með skipulags- og umferðarnefnd.
-
Málsnúmer: 2015020035.
Hreinsunardagur.
Hreinsunardagurinn verður laugardaginn 9. maí. Farið yfir verkefni dagsins. -
Málsnúmer: 2011030032.
Garðaskoðun.
Auglýst í Nesfréttum í júní og óskað eftir ábendingum frá bæjarbúum fyrir 7. júlí.
-
Málsnúmer: 2011060004.
Viðurkenningar til útskriftarnema í Valhúsaskóla.
Ákveðið að veita þremur nemendum viðurkenningar.
-
Önnur mál.
MP og SÁ sóttu ársfund UST 17. apríl síðastliðin.
MP og GJH sóttu fund Minjastofnunar Íslands 18. apríl undir fyrirsögninni Strandminjar í hættu-lífróður.
Heimsókn í Sorpu föstudaginn 22.maí.
-
Fundi slitið 18:15.