Fara í efni

Umhverfisnefnd

08. apríl 2015

255. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 8. apríl 2015 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Guðmundur Jón Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs: Geir Zoega

Fundur settur: 16:10

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer: 2015030043.
    Friðlýsing Skerjafjarðar. Guðríður Þorvarðardóttir, sérfræðingur hjá umhverfis og auðlindaráðuneyti ræddi um friðlýsingarferli og Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafadeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands ræddi um náttúru Seltjarnarness út frá verndargildum.
  2. Málsnúmer: 2012110034.
    Ljóskastarahús. Umhverfisnefnd barst styrkur úr Húsafriðunarsjóði. Í framhaldi af því verður farið í rannsóknir á mannvirkinu og forvörslu.
  3. Málsnúmer: 201110009.
    Fuglaskoðunarhús. Rekaviður verður sóttur í byrjun júní norður í land. Byggingarframkvæmdir hefjast í júní.
  4. Málsnúmer: 2015030042.
    Kennsluefni. Haft hefur verið samband við Grunnskóla Seltjarnarness vegna kennsluefnis í umhverfis- eða náttúrufræðum. Endanlegt svar hefur ekki borist.
  5. Málsnúmer: 2015020035
    Hreinsunardagur 9. maí. Guðmundur Jón Helgason og Brynjúlfur Halldórsson hafa umsjón með deginum í samstarfi við Gísla Hermannsson sviðsstjóra umhverfissviðs.
  6. Edwin Roland, golfarkitekt kynnti umhverfisnefnd hugmyndir um frekari nýtingarmöguleika á núverandi golfvallarsvæði Golfklúbb Ness.
  7. Önnur mál. 

    Umhverfisnefnd hefur borist verkefnalýsing vegna deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.

    MP sótti fund Reykjanesfólkvangs.

    Umhverfisnefnd fagnar því að Steinunn Árnadóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri er komin aftur til starfa og mun m.a. hafa umsjón með vinnuskólanum.

    Umhverfisnefnd hafi mikinn áhuga á því að trönubyggð rísi sem fyrst aftur.
  8. Fundi slitið kl. 19.20.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?