Fara í efni

Umhverfisnefnd

11. desember 2014

252. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 11. desember 2014 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mætt: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs:

Fundur settur: 16:05

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer: 2014120020.
    Aðgerðaráætlun gegn plastnotkun.
    Umhverfisnefnd ætlar að þróa aðgerðaáætlun.
  2. Málsnúmer: 2014100055.
    Merking mælistöpla á Seltjarnarnesi.
    Minjastofnun Íslands og Landmælingum Íslands hefur verið sent bréf, þar sem óskað er leyfis til að merkja mælistöpla á Seltjarnarnesi.
  3. Málsnúmer: 201110009.
    Fuglaskoðunarhús.
    Vinnuteikningar eru tilbúnar og efnisþörf liggur fyrir. Tilboð er komið í rekaviðsklæðningu og hleðslugrjót.
  4. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga verður haldinn 6. nóvember 2014 á Hvolsvelli. Myndband um burðarplastpoka sýnt.
  5. Málsnúmer: 2014120021.
    Merking friðlýstra staða á Seltjarnarnesi.
    Umhverfisstofnun stefnir að því að setja upp fræðsluskilti á friðlýstum stöðum í samráði við umhverfisnefnd.
  6. Fundur lögreglu á Seltjarnarnesi.
    Skýrsla lögreglu lögð fram til kynningar.
  7. Áhættumat Reykjavíkur – Hættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Efnið kynnt.
  8. Málsnúmer: 2012110034.
    Ljóskastarahús.
    Umhverfisnefnd hefur sótt um styrk til Húsafriðunarsjóðs varðandi Ljóskastarahús, vegna rannsóknarverkefnis og annara verkefna.
  9. Málsnúmer: 2014120015.
    Skráning katta.
    Skráning katta hefst 1. janúar 2015.
  10. Málsnúmer: 2014120022.
    Stefnumótun í umhverfismálum.
    Ákveðið er að halda sérstakann fund í janúar um stefnumótun.
  11. Önnur mál.
    Ástandsskýrsla um friðlýsta staði var send Umhverfisstofnun 18. nóvember 2014.
    Skýrsla um náttúrufar á Seltjarnarnesi verður birt á vef bæjarins innan tíðar.
    Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir uppsetningu á hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og leggur til að málið verði tekið til skoðunar.

Fundi slitið: fundi slitið 18:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?