251. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 15. október 2014 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mætt: Margrét Pálsdóttir,Elín Helga Guðmundsdóttir,Guðmundur Jón Helgason,Margrét Lind Ólafsdóttir,Ragnhildur Ingólfsdóttir og Gísli Hermannsson sem skrifaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs: Victor Levi Du Teitsson
Fundur settur:16:00.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer: 20140952
Ferð umhverfisnefndar á Bolöldu við rætur Vífilfells 15. september 2014.
Þann 15 september sl. fór hluti umhverfisnefndar og Gísli Hermannsson sviðst. umhverfissviðs í vettvangskönnun á Bolöldu ásamt Birni Guðbrandi Jónssyni framkvst. GFF og samstarfsmanni hans Kristjáni Hreinssyni og skoðuðum við þetta áhugaverða samstarf, sem umhverfisnefnd styður heilshugar.
Beiðni GFF (Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs) um styrk.
Umhverfisnefnd samþykkir einróma að hækka fjárframlag til GFF upp í 150.000 kr. á ári til 2018. - Málsnúmer: 2014090049
Beiðni Golfklúbbs – Ness – Nesklúbburinn frá 15. september 2014
Beiðni GN þar sem óskað er eftir heimild til að fella gám inn í jarðvegsmön á athafnasvæði klúbbsins í Suðurnesi.
Umhverfisnefnd samþykkir einróma fyrir sitt leyti að veita leyfi fyrir þessari framkvæmd, að því tilskyldu að byggingarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar sjái til þess að farið verði að lögum og reglum við þessa framkvæmd. - Ráðstefna Umhverfisstofnunar um plast í hafinu 24. september 2014.
MP sótti þessa ráðstefnu. Efnið er kynnt á heimasíðu UST. Umhverfisnefnd mun halda áfram að hvetja til minni plastnotkunnar. - Málsnúmer: 2014100037
Umhverfisstofnun hefur sent umhverfisnefnd ósk um nákvæmar upplýsingar um ástand friðlýstra staða á Seltjarnarnesi.
Skýrslan er í vinnslu. - Ársfundur Úrvinnslusjóðs 7. október 2014.
MP sótti ársfund Úrvinnslusjóðs. Aðalþema fundarins var erindi Peer Lund Thomsen framkvæmdastjóra elretur í Danmörku um söfnun, flokkun og endurvinnslu raftækja í Danmörku. Myndbrot um meðhöndlun plasts sýnt á fundinum, sjá urvinnslusjodur.is. - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga verður haldinn 6. nóvember 2014 á Hvolsvelli.
Sýnt til kynningar. - Málsnúmer: 2013050037
Erindi Brynjúlfs Halldórssonar, fulltrúa Neslistans frá 250. fundi umhverfisnefndar um reiðhjóla og göngustíga.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir þessu verkefni og erindinu vísað til skipulagsnefndar. - Stefnumótun.
Ýmis mál rædd. - Önnur mál.
Gísli kynnti hugmyndir um staðsetningu áhaldahúss.
Fundi slitið: 18:00.