Fara í efni

Umhverfisnefnd

01. september 2014

250. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 1. september 2014 kl 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Margrét Lind Ólafsdóttir og Gísli Hermannsson.

Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs: Viktor Ferrua

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur klukkan 16.05.
  2. Málsnúmer: 201110009
    Fuglaskoðunarhús.
    Farið var yfir stöðuna á fuglaskoðunarhúsi. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið vorið 2015.
  3. Málsnúmer: 2012110034
    Ljóskastarahús.
    Komið hefur fram áhugi á meðal nokkurra bæjarbúa um að aðstoða við endurgerð Ljóskastarahúss í Suðurnesi. Umhverfisnefnd fagnar þessum áhuga og mun formaður nefndarinnar MP afla nánari upplýsinga og aðkomu hópsins að verkefninu í samráði við sviðstjóra umhverfissviðs, GH.
  4. Stefnumótun.
    Farið var mjög ítarlega yfir erindisbréf umhverfisnefndar Seltjarnarness og hlutverk og skyldur nefndarinnar og þau verkefni sem nefndin telur brýnt að setja í forgang. Unnið verður nánar að stefnumótun á næsta fundi.

    MLÓ lagði fram þær áherslur og þau verkefni sem stuðla ætti að á kjörtímabilnu.
  5. Beiðni um styrk. Snark ehf. kvikmynda og framleiðslufyrirtæki.
    Umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
  6. UST. stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. sept 2014. 
    MP kynnti ráðstefnuna og hvatti nefndarfólk til að sækja hana.
  7. Önnur mál:

    Dagur íslenskrar náttúru er 16. september nk. Bókasafn Seltjarnarness verður með kynningu á bókum Ómars Ragnarssonar í tilefni dagsins. Von er á Ómari við þetta tækifæri.

    Staða efnismála rædd. GH upplýsti um þau.

    GH upplýsti um breytingar á lóð við golfvöll. Nefndin óskaði eftir formlegu erindi.

    Áhaldahús. GH Lagi fram til kynningar hugmyndir að nýjum staðsetningaum á Áhaldahúsi.

    Sumarvinna ungmenna: GH upplýsti hvernig sumarvinna ungmenna gekk sl. sumar.

    MLÓ lagði fram fyrirspurn um stöðu á framkæmdum á dælustöðinni við Elliða.

    BH lagði fram eftirfarandi bókun:
    Varðandi göngu- og hjólastíga.
    Snemma árs í fyrra var haldið opið Umhverfisþing með íbúum bæjarins og tókst það með ágætum og var vel sótt.

    Undirritaður sat þingið og veitti því sérstaka athygli að í stefnumótunar vinnu og umræðum fundargesta kom fram skýr vilji fyrir því, að farið yrði af stað með vinnu og úrbætur í málefnum gangandi- og hjólandi vegfarenda. Bæta þyrfti göngu- og reiðhjólastíga inn í hverfum og eðlilega ætti að klára allan hringinn um nesið þ.e . strandstígana. Megin umferðar þunginn er á strandstígunum bæði hjólandi, hlaupandi og gangandi fólk. Með bætt öryggi í huga er brýnt að breikka og merkja strandstígana. Á köflum kemur einnig til greina að aðgreina þessa auknu umferð með aðskildum hjóla- og göngustígum.

    Mannvirkja – og skipulagsnefnd (nú Skipulags- og umferðarnefnd) skipaði skömmu eftir Umhverfisþingið starsnefnd til að fjalla um ástand göngu- og hjólastíga hérna á Seltjarnarnesi og mögulegar úrbætur að auknu öryggi fyrir samgönguhjólreiðar. Undirritaður starfaði í nefndinni og skilaði hún af sér skýrslu í nóvember í fyrra. Skipulags- og umferðarnefnd tók skýrsluna fyrir í árslok í fyrra og töldu nefndarfulltrúar hana styrkja frekari vinnu að skipulags- og umferðaröryggismálum hér á Seltjarnarnesi.

    Umhverfisnefnd hefur ekki fjallað formlega um þessa skýrslu þó að hún eigi fullt erindi til nefndarinnar.

    Undirritaður leggur til að Umhverfisnefnd taki þennan málaflokk fyrir og formaður nefndarinnar upplýsi nefndina um þau áform sem Bæjarstjórn hefur og tímaáætlun framkvæmda varðandi göngu- og hjólastíga bæjarins ef þær liggja fyrir
    .“
    Brynjúlfur Halldórsson fulltrúi Neslistans

Fundi slitið.18:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?