245. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 17:15 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mættir: Andri Sigfússon, Margrét Pálsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Elín Helga Guðmundsdóttir.
Áheyrnarfulltrúar: Victor Levi Du Teitsson og Lillý Óladóttir frá Ungmennaráði Seltjarnarness
Fyrir var tekið:
- Fundur settur kl. 17:25. MP býður Victor og Lillý velkomin á þeirra fyrsta umhverfisnefndarfund.
- Málsnúmer 2013010027.
ALTA - 7 viðmið Seltjarnarness.
Lagt fram til frekari kynningar. Óskað var eftir því að skýrslan verði sett á vef Seltjarnarnesbæjar. - Málsnúmer 2011110045.
Reykjanesfólkvangur.
Farið var yfir minnisblað frá Sverri Bollasyni og Róberti Ragnarssyni vegna Reykjanes-fólkvangs. Samþykkt að tvöfalda fjárframlag til fólkvangsins á næsta fjárhagsári og nefndin er sammála því að sameina Reykjanesfólkvangs og Bláfjallafólkvangs. Fólkvangarnir hafa áfram sitthvora nefndina. - Málsnúmer 2013010037.
Erindisbréf fyrir umhverfisnefnd.
Litlar breytingar voru gerðar á erindisbréfi nefndarinnar og voru þær aðallega til þess að samræma við aðrar nefndir bæjarins. - Málsnúmer 2013120003.
Umhverfisstefna Seltjarnarness.
Vinna við umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar er á lokastigi og voru nefndarmenn ánægðir með þær breytingar sem stungið var upp á. - Málsnúmer 20111200023.
Vegvísar og upplýsingaskilti.
Erindisbréf var lagt fram vegna undirbúningsnefndar sem á að fjalla um samræmdar merkingar á Seltjarnarnesi. Bjarni Torfi Álfþórsson er ábyrgðarmaður nefndarinnar og Soffía Karlsdóttir er ritari. Auk þeirra sitja MP og SÁ í nefndinni. Einn fundur var haldinn í lok maí. - Málsnúmer 201110009.
Fuglaskoðunarskýli við Bakkatjörn.
Vinna við skýlið er hafin og vonir standa til að henni verði lokið næsta vor. - Málsnúmer 2012110034.
Ljóskastarahús.
Vinna við húsið hófst í sumar en er enn ekki lokið. - Málsnúmer 2011090002.
Merking bátavara.
Samstarfsverkefni umhverfisnefndar og Lionsklúbbs Seltjarnarness. Vinna er í gangi við að merkja bátavarir á Seltjarnarnesi. - Málsnúmer 2013120004.
Fuglatalning 2013.
Jóhann Óli er að ljúka fuglatalningaskýrslunni fyrir árið 2013 og sendir hana til nefndarinnar innan tíðar. - Önnur mál.
Ræddur var fundur SSH á samræmingu á reglum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu um kattahald og viðbrögðum gegn ágangi kanína og sílamáva. Fundurinn var 27.nóvember sl.
Fiskverslunin Vegamót fékk umhverfisviðurkenningu en verslunin hætti að pakka fiskinum í frauðplastbakka og notar þess í stað vaxborinn pappír.
13. Fundi slitið kl. 18:51.