Fara í efni

Umhverfisnefnd

169. fundur 28. júlí 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Bygggarðsvör
3. Garðaskoðun
4. Önnur mál
5. Fundi slitið.

1. Fundur settur af formanni kl. 17:05.

2. Stöðuskýrsla Margrétar Hermanns um fornleifarannsóknir hennar við Bygggarðsvör kynnt. Margrét áætlar að endanleg rannsóknarskýrsla verði tilbúin í byrjun september.

3. Gerð grein fyrir garðaskoðun og eftirfarandi viðurkenningar samþykktar:
a. Garður ársins: Bollagarðar 22, eigendur Guðmundur Albertsson og Sigríður Ólafsson.
b. Sérstakar viðurkenningar:
a. Fornaströnd 8, eigendur Gunnlaugur Árnason og Geirþrúður Maria Árnason.
b. Fornaströnd 10, eigendur Ása K. Oddsdóttir og Þorkell Bjarnason.
c. Viðurkenning fyrir vel viðhaldið gamalt hús: Nýlenda, eigendur Guðrún Jónsdóttir og Snæbjörn Ásgeirsson
d. Gata ársins: Sefgarðar.

Afhending viðurkenninga fer fram fimmtudaginn 29. júlí n.k. í Bókasafni Seltjarnarness kl. 17:30.

5. Önnur mál:
- Rætt um sjóvarnir við Suðurnes. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist uppúr miðjum ágúst. Hauki bæjartæknifræðingi falið að ráðfæra sig við Jóhann Óla Hilmarsson um aðkomuleiðir fyrir fugla á svæðinu.
- Rætt um teikningar að umhverfi Nesstofu. Nefndin mun fjalla um teikningar á næsta fundi.
- Rætt um áframhaldandi skrif nefndarmanna í Nesfréttir.

6. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:27.



Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)


Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?