239. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 26. júní 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson
Áheyrnarfulltrúi: Helga Sigurjónsdóttir
Fyrir var tekið:
- Fundur settur 17:15
- Málsnúmer 2011060003
Garðaskoðun. Rætt um ábendingar hafa borist frá bæjarbúum um falleg tré og garða í bæjarfélaginu. Stefnt er að verðlaunaafhendingu mánudaginn 23. júlí kl. 17:00 í vallarhúsi við knattspyrnuvöll. - Málsnúmer 2011060054.
Kynnt ljósmyndabók um Flóru Seltjarnarness eftir Önnu Birnu Jóhannsdóttur. Nefndin lýsir áhuga á að kaupa nokkur eintök af bókinni handa skólabókasafni grunnskólans þegar verð liggur fyrir. - Málsnúmer 2012060037.
Lagt fram bréf frá grunnskólanemum í 5. og 6. bekk með ábendingum um umhverfið og umferðaröryggi í bænum eftir vettvangsskoðun á degi umhverfisins 25. apríl síðast liðinn. Nefndin fagnar áhuga og ábendingum nemenda. Ábendingunum verður komið á framfæri við tæknifræðing og garðyrkjustjóra til úrlausnar. Formaður mun senda nemendum svar umhverfisnefndar. - Málsnúmer 2011010070.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tekin verði afstaða til friðlýsingar Skerjafjarðar og vinna hafin við undirbúning sem allra fyrst. - Önnur mál.
-
Nefndin gerir athugasemd við efnissöfnun við göngustíg meðfram Seltjörninni. Óskað er eftir skýringum fyrir næsta fund frá tæknideild bæjarins um það hvar og hvenær efnið verður notað.
-
Stefnt er að því að haldið verði umhverfisþing í haust með svipuðu sniði og skólaþing sem haldið var haustið 2011. Markmið umhverfisþings verði að fá fram hugmyndir bæjarbúa varðandi endurskoðun á umhverfisstefnu bæjarins og hugmyndir að aðgerðum í þágu umhverfismála.
Fundi slitið kl. 19:25