235. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn 19. desember 2011 kl. 17:15 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir. Helga Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir Samfylkinguna sat fundinn
Steinunn Árnadóttir ritaði fundargerð
Dagskrá:
- Sjálfbær sveitafélaög. Málþing á Selfossi 13. október 2011.
Margrét kynnti fund sem hún sat varðandi þetta mál. - Málsnúmer 2011100033.
Sjöunda Umhverfisþing Umhverfisráðuneytis haldið 14. október 2011 Selfossi.
Margrét kynnti nefndinni fund Umhverfisráðuneytisins sem hún sat á Selfossi - Málsnúmer 2011100011.
Uppgræðsla á beitarhólfinu á Mosfellsheiði, Hengilsvæði og nágr. 2012. Bréf lagt fram til kynningar og samþ 100.000 kr framlag til Landgræðslu Ríkisins. - Málsnúmer 2011010070. Friðlýsing Skerjafjarðar.
Málið kynnt fyrir nefndinni. Fundur væntanlegur með Önnu K. Ólafsdóttur hjá Umhverfisstofnun fljótlega á næsta ári. - Málsnúmer 2011100061.
Bréf frá UST vegna tilnefningar fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
Bréf lagt fram til kynningar fyrir nefndina.Stefán Eiríkur Stefánsson tæknifræðingur bæjarins og Þorsteinn Narfason heilbrigðisfulltrúi verða fulltrúar Seltjarnarnesbæjar - Málsnúmer 2011120029.
Viðhorf umhverfisnefndar vegna lausagöngu landnámshæna í þéttbýli.
Umhverfisnefnd mun kynna sér viðlíka mál í öðrum sveitarfélögum. - Málsnúmer 2010020084.
Kynning á áhættumati vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæði. Fundarboð frá SSH.
Málið lagt fram til kynningar . - Málsnúmer 2011120023.
MP sendir bréf til Ólafs Arnars Jónssonar hjá Umhverfisstofnun vegna fræðaskilta. Í svari UST kemur fram að til stendur að setja upp fræðaskilti á Valhúsahæð 2013, en við Gróttu og Bakkatjörn árið 2014. Sett verða upp minni einföld skilti í sumar 2012 þar sem á stendur nafn svæðis og að þau séu friðlönd. - Málsnúmer 2011060006.
Daltjörn. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Kópavogs.
Haraldur Rafn Ingvason kynnti nýútkomna skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs varðandi lífríki Daltjarnar. Niðurstöður skýrslu eru að ekki er mælt með því að sjó verði dælt í tjörnina og einnig er áhætta í því fólgin að dýpka tjörnina. Óhætt er talið að dæla ferskvatni í tjörnina. - Hvítbók. Bókin er undanfari löggjafar til verndar náttúru Íslands.
Hvítbók er lögð fram til kynningar , hún er undanfari nýrra náttúruverndarlaga á Íslandi. Hvítbókin er á vef Umhverfisráðuneytis. - Málsnúmer 2010020084.
UST sendir kynningu á drögum að áfanga- og verkáætlun vegna vatnaáætlunar.
Margrét kynnti málið og ákveðið að taka það aftur á dagskrá síðar. - Málsnúmer 2011100055.
Kynnt samkomulag við Háskóla Íslands um kennsluvettvang fyrir fornleifafræðirannsóknir á safnasvæði Ness. - Umhverfisfræðsla í Mýrarhúsaskóla.
Margrét kynnti nefndinni umhverfisfræðslu í Mýrarhúsaskóla. Upplýsingar munu vera að finna á vef Mýrarhúsaskóla. - Málsnúmer 201120024.
Könnun á ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið rætt og nefndin bíður niðurstaðna. - Málsnúmer 2010110002. Fjárhagur umhverfisnefndar.
Formaður kynnti útgjaldaliði og mun senda nefndarmönnum nánari upplýsinga varðandi fjárhag nefndarinnar. - Málsnúmer 2011120025. Lausaganga hunda. Bréf frá Jóhanni Óla lagt fram.
Fram kemur í bréfi frá Jóhanni Óla að hann telur að hundar og varpfuglar fari ekki saman. Ákveðið að ræða frekar um þetta á næsta fundi. Brynjólfur lagði fram fyrirspurn varðandi hvað margir kettir og hundar eru skráðir á Seltjarnarnesi. Steinunn garðyrkjustjóri útvegar þessar upplýsingar fyrir næsta fund. - Málsnúmer 2011120026. Endurbætt fuglaskilti við Bakkatjörn og Gróttu.
Margrét fjallaði um fuglaskilti við Bakkatjörn og Gróttu og ákveðið að taka þetta fyrir á næsta fundi. - Fornleifaskráning unnin af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur og Rúnari Leifssyni sem umhverfisnefnd lét vinna árið 2006 er nú aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
Margrét upplýsti að skýrslan er komin á heimasíðu bæjarins. - Önnur mál.
- H Þ kynnti hugmyndir sínar varðandi skilti fyrir sögu Seltjarnarnes. Finnur Arnar listamaður hefur unnið hugmyndir um skilti fyrir Seltjarnarnes og komið með tillögur .
Margrét kynnti verkefni sem Sverrir Bollason kom með til kynningar á fund hér á Seltjarnarnesi. Sverrir er fulltrúi Reykjavíkurborgar í þessu verkefni.
Erindi um styrk við samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Samþ.
Rætt um Umhverfishornið í Nesfréttum.
Fundi slitið kl. 20:05