Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Margrét L. Pálsdóttir, Tómas Sigurðsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Gunnar Jónatansson, Ágúst Ragnarsson,
Einnig mættu á fundinn Ragna Halldórsdóttir frá Sorpu og Tómas M. Sigurðsson umsjónarmanni SD21 á Seltjarnarnesi og Hrafn Jóhannsson bæjartæknifræðingur er ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin dagskrá fundarins:
1. Ragna Halldórsdóttir, Sorpu, kynnti hugmyndir Sorpu um jarðgerð óflokkaðs heimilissorps, svokallaðan orkuhleyf. Hún útskýrði ferilinn er sorp fer frá heimilinu og endurvinnslu þess er tekur um 4-5 ár.
2. Jens Pétur Hjaltested kynnti væntanlegan fund 23/3 með bæjarbúum um Staðardagskrá 21.
Tómas M. Sigurðsson kynnti þá vinnu sem fram hefur farið til þessa og markmið sem kynnt verða. Tómas taldi þörf á að ráða starfsmann í hlutastarf til þess að fylgja verkefninu eftir. Tómas lagði fram uppkast af bæklingi til kynningar á fundinum 23/3. Umræður urðu og kom svohljóðandi bókun frá Gunnari Jónatanssyni.
Bókun:
Undirritaður vill ítreka tillögu er flutt var af undirrituðum á fundi umhverfisnefndar 28. júní s.l. og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Er hún svohljóðandi:
„Legg til að ekki síðar en 1. Október verði búið að skipa verkefnastjórn til að halda utan um staðardagskrá 21 á Seltjarnarnesi. Hvetja á öll félagasamtök á Seltjarnarnesi, skólaskrifstofu, starfsmannafélög o.fl., til að eiga fulltrúa í verkefnastjórninni. Hlutverk verkefnastjórnar væri m.a. að kynna Staðardagskrá 21 fyrir bæjarbúum og vinna að framgangi hennar á Seltjarnarnesi.“
Nú er komið fram í miðjan mars og ekki bólar enn á verkefnisstjórn fyrir þetta umfangsmikla verkefni. Það er útilokað að ætla umhverfisnefnd einni að sinna þessu, enda er það þvert á ráðleggingar Stefáns Gíslasonar, sem stýrir heildarverkefninu fyrir sveitarfélögin. Mjög mikilvægt er að breikka þann hóp sem vill vinna að umhverfismálum í sveitarfélaginu.
Gunnar Jónatansson (sign).
Tómas Sigurðsson lagði fram bókun í framhaldi þess f.h. meirihlutans:
Bókun:
Verkefnanefnd hefur verið skipuð. Verður verkefnið kynnt almenningi á Borgarafundi 23. mars.
Einnig var sérstakur starfsmaður ráðinn s.l. sumar sem hafði það hlutverk að gera tillögu að markmiðum í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
Margrét L. Pálsdóttir (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign) Hrefna Kristmannsdóttir (sign) Ágúst Ragnarsson (sign).
3. Jens Pétur Hjaltested kynnti Gróttu verkefnið f.h. Seltjarnarness og hvernig bærinn væri samstarfsaðili með Reykjavíkurborg í verkefni hennar sem menningarborg Evrópu árið 2000.
4. Jens Pétur Hjaltested kynnti og lagði fram grænar lykiltölur ýmissa landa.
5. Önnur mál.
· Jens Pétur Hjaltested sagði frá gerð upplýsingakorts af Seltjarnarnesi sem er í vinnslu.
· Sameiginlegur fundur um umhverfisdag hefur ekki verið boðaður og líkur á að hann geti fallið niður í ár.
· Skólanefnd hefur sent umhverfisnefnd yfirlit Dagrúnar Ársælsdóttur leikskólastjóra Mánabrekku um þá starfsemi sem þar fer fram. Yfirlitið rætt og ákveðið að kynna starfsemina nánar á SD21 fundi 23.3.2000.
· Kynnt skýrslu um notkun nagladekkja og mengun frá þeim.
· Gunnar Jónatansson ræddi um fundardaga umhverfisnefndar.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.18:45. Hrafn Jóhannsson.
Jens P. Hjaltested (sign).
Gunnar Jónatansson (sign).
Margrét Pálsdóttir (sign).
Hrefna Kristmannsdóttir (sign).
Ágúst Ragnarsson (sign).