Fara í efni

Umhverfisnefnd

138. fundur 16. janúar 2001

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson, Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.

Dagskrá:

1.     Fundur settur.

2.     Framkvæmdir við golfvöll.  Kyntar tillögur Neslistans sem lagðar voru fram á bæjarstjórnarfundi            22.11.2000.

3.     Friðlýsing Bakkatjarnar.

4.     Fuglatalning á Seltjarnarnesi sumarið 2000.

5.     Verkefni undirbúningshóps um stofnun Skógræktarfélags.

6.     Verkefni umhverfisnefndar árið 2001.

7.     Önnur mál.

8.     Fundi slitið.

1.       Formaður setti fund kl.17:05.

2.       Formaður lagði fram tillögur Neslistans sem lagðar voru fram í þremur liðum, um að fjarlægð yrði hið fyrsta mold af golfvelli, en þessari mold var ekið þangað í nóvember sl. Auk þess greindi hann frá því að Jón S. Ólafsson frá Líffræðistofnun Háskólans hefði tekið að sér skoðun á áhrifum moldarinar.

Tillaga 1.

Umhverfisnefnd samþykkti að vísa erindinu til næsta fundar, meðan beðið er álits sérfræðinga á hugsanlegri hættu sem þessum moldarflutningum fylgir, sbr. fundargerð 137. fundur Umhverfisnefndar.

Tillaga 2.

Umhverfisnefnd samþykkir að boða formann og framkvæmdastjóra Golfklúbbsins á næsta fund nefndarinnar til þess að ítreka bókun nefndarinnar frá 137. fundi hennar en þar segir:

“Nefndin óskar jafnframt eftir því við stjórn Golfklúbbs Ness að hún skili inn til bæjar-yfirvalda skipulags- og verkáætlun um hvernig hún hyggst nýta moldina, áður en framkvæmdir hefjast.”

Tillaga 3.

Formaður lagði fram drög að leigusamningi við Golfklúbb Ness.  Formanni falið að ganga frá endanlegu orðalagi.

 

3.         Friðlýsing Bakkatjarnar var undirrituð af Umhverfisráðherra 30. nóvember s.l.  Nefndin mun láta útbúa upplýsingaskilti er sett           verður upp við tjörnina næsta sumar.

 

4.          Lögð fram skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar um fuglatalningu á Seltjarnarnesi sumarið 2000.  Bæjartæknifræðingi falið að            kanna hvernig hlúa má að og auka æðavarpið í Gróttu.

 

5.          Nefndin telur ekki tímabært að stofna Skógræktarfélag að svo komnu máli.  Undirbúnings-nefnd falið að ræða hugsanlegt          samstarf við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla um sérstakan gróðursetningardag. Umhverfisnefnd samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu:

Tillaga:

Í ljósi fjölgunar skóladaga beinir Umhverfisnefnd þeim tilmælum til skólayfirvalda að þau beiti sér fyrir því að hluta af þessum tíma verði varið til umhverfismála.  Nefndin er reiðubúin til samstarfs við skólana.

 

6.            Hrefna Kristmannsdóttir, verður umsjónarmaður með hreinsunardegi, sem væntanlega verður laugardaginn 19. maí 2001.

Jens Pétur Hjaltested verður umsjónarmaður með Umhverfisdeigi höfuðborgarsvæðisins.  Margrét Pálsdóttir og Hrefna Kristmannsdóttir verða umsjónarmenn með vali á fegurstu götum og lóðum.

 

7.            Önnur mál

a.     Rætt um útlit og stöðlun á upplýsingaskiltum er sett eru upp á Seltjarnarnesi.

 

8.            Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:03.   

 

Ingimar Sigurðsson (sign).

Jens P. Hjaltested (sign)

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Margrét L. Pálsdóttir (sign).

Árni Einarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?