Fara í efni

Umhverfisnefnd

140. fundur 29. mars 2001

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Margrét L. Pálsdóttir, Árni Einarsson og Þórarinn Þorvaldsson, umsjónarmaður með Gróttu.

Dagskrá:

1.      Fundur settur.

2.      Grænt bókhald.

3.      Fyrirhuguð uppsetning upplýsingaskilta.

4.      Leigusamningur við Golfklúbb Ness.

5.      Æðarvarp í Gróttu.

6.      Ólafsvíkuryfirlýsingin.

7.      Önnur mál.

8.      Fundi slitið.

 

1.       Formaður setti fund kl.17:19.

5.      Formaður lagði til að 5. liður yrði tekinn strax. Þórarinn Þorvaldsson greindi frá helstu hugmyndum til þess að hæna fuglinn í eyjuna.  Samþykkt að fela Þórarni Þorvaldssyni og Hauki Kristjánssyni, bæjartæknifræðingi umsjón með verkefninu. Rætt um hvort koma ætti upp fuglaskoðunarskýli austan Bakkatjarnar. Þórarni Þorvaldssyni falið að kanna hvort hlúa ætti að æðavarpi á þessum stað með sama hætti og fyrirhugað er í Gróttu.

2.       Frestað til næsta fundar.

3.       Jens Pétur Hjaltested greindi frá fundi með Jóni Baldri Hlíðberg og Jóhanni Ísberg og hugmyndum þeirra um upplýsingaskilti. Ákveðið að Árni Einarsson, Ingimar Sigurðsson og Jens P. Hjaltested  hittast til að fara yfir tillögurnar.

4.       Jens P. Hjaltested  lagði fram drög 3. að  leigusamningi við GN. Nefndinni höfðu borist nokkrar athugasemdir frá Högna Óskarssyni og er hluti þeirra kominn í þessi drög. Formanni falið að ganga frá samningsgerð.

6.       Formaður lagði fram Ólafsvíkuryfirlýsinguna og hún rædd. Nefndin leggur til við við bæjarstjórn að yfirlýsingin verði samþykkt.

7.       Önnur mál.

A.   Jens P. Hjaltested  greindi frá ráðstefnu um umhverfismál sem haldin verður í Mosfellsbæ 2. apríl 2001.  Margrét Pálsdóttir tekur þátt fyrir hönd nefndarinnar.

B.   Tveir nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá Seltjarnarnesbæ, sem tengjast beint eða óbeint Umhverfisnefnd, Þórarinn Þorvaldsson og Herdís Erla  Gunnarsdóttir. Herdís sér m.a. um að útbúa námsefni í náttúrufræðum fyrir Fræðasetrið í Gróttu og á að fylgja eftir Staðardagskrá 21. Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með ráðningu þessara starfsmanna.

C.   Formaður lagði fram tillögur Neslistans er koma í framhaldi af skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar um fuglatalningu á Seletjarnarnesi, og vísað var til nefndarinnar á bæjarstjórnarfundi 28.03.2001.

Umhverfisnefnd lítur svo á að stór hluti tillagna Neslistans koma fram í skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar og hyggst nefndin taka fullt tillit til skýrslunnar. Því telur nefndin ekki ástæðu til þess að samþykkja tillögu Neslistans.

Varðandi 5. málsgrein tillögunnar um takmörkun umferðar um göngustíga, telur nefndin ekki tímabært að takmarka umferð gangandi fólks um núverandi stíga.

Samþykkt með 4 atkvæðum.

D.   Formaður lagði fram uppkast að bréfi til Náttúruverndar ríkisins þar sem óskað er eftir áliti þeirra um að Grótta verði opnuð fyrir takmarkaðri umferð í maí og júní. Samþykkt að senda bréfið.

8.      Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18:45.   

 

Jens P. Hjaltested (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign).

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Margrét L. Pálsdóttir (sign).

Árni Einarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?