Fara í efni

Umhverfisnefnd

141. fundur 08. maí 2001

Mættir: Jens Pétur Hjaltested, Ingimar Sigurðsson, Margrét Pálsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir, Árni Einarsson, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Herdís Gunnarsdóttir umsjónarmaður með Staðardagskrá 21 og fræðasetri í Gróttu.

Dagskrá:

1.         Fundur settur
  
         2.         Staðardagskrá 21
  
         3.         Grænt bókhald
  
         4.         Skilti
  
         5.         Hreinsunardagur 19. maí
  
         6.         Umhverfisdagur höfuðborgarsvæðisins20. maí
  
         7.         Önnur mál
  
         8.         Fundi slitið

1.         Formaður setti fund kl. 18:08 og bauð fundarmenn velkomna.

2.         Formaður ræddi um staðardagskrá 21.  Frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn.  Fáar athugasemdir bárust.  Verkefnisnefndin tekur þær til skoðunar.  Samþykkt að boða til verkefnisnefndina til sérstaks fundar og færa þeim þakkir fyrir vel unnin störf.

3.         Margrét Pálsdóttir lagði fram hugmyndir og tillögur hennar og Hrefnu Kristmannsdóttur um "Grænt bókhald" í nokkrum liðum.  Herdísi og Hauki var falið að móta framkvæmd verkefnisins í samráði við undirnefndina.

4.         Formaður lagði fram fyrstu prófarkir af skiltum sem sett verða upp við Bakkatjörn annarsvegar og  við Gróttu hinsvegar.  Skiltin eru unnin af Jóhanni Ísberg og Jóni Baldri Hlíðberg.  Tvö skilti verða sett upp við Bakkatjörn og verða þau komin upp innan skamms tíma.  Skiltið við Gróttu verður komið upp í júní.

5.         Hreinsunardagurinn verður laugardaginn 19. maí.  Umsjón verkefnisins er í höndum Hrefnu Kristmannsdóttur.

6.         Umhverfisdagur höfuðborgarsvæðisins verður sunnudaginn 20. maí n.k.  M.a. verður hjólað frá Snoppu með norðurströnd Seltjarnarness og Reykjavíkur til Hafnarfjarðar.  Þá verður fuglaskoðun undir leiðsögn Stefáns Bergmann og Náttúrugripasafnið verður opið 

7.         Önnur mál:

7 a)       Nefndinni hefur borist svarbréf frá Náttúruvernd ríkisins varðandi takmarkaðan umgang í Gróttu yfir varptímann.  Náttúrvernd ríkisins samþykkir fyrir sitt leyti erindi nefndarinnar.  Umhverfisnefnd felur Herdísi Gunnarsdóttur að hafa umsjón með leyfisveitingum og umferð um eyjuna ásamt Þórarni Þorvaldssyni.   Herdís lagði fram tillögur að umgengisreglum í Gróttu, yfir varptímann.

Tillaga að umgengnisreglum í Gróttu frá 1.maí til 1.júlí

1.             Heimilt er að leigja út Fræðasetrið u.þ.b. einn dag í viku(frá mánudegi til föstudags) á þessu tímabili til hópa eða einstaklinga.

2.             Ekki er heimilt að fara um svæðið nema í fylgd með starfsmanni Fræðaseturs.

3.             Starfsmaður Fræðaseturs tekur á móti einstaklingum/hópum við Snoppu og fylgir gestum út í Fræðasetur. Í Snoppu skal           gera gestum grein fyrir því svæði sem þeim er heimilt að ganga um og skal starfsmaður afhenda forráðamanni hóps eða           einstaklingi gögn þar um.

4.             Heimilt er að fara um eftirtalin svæði á eyjunni: Um Gróttugrandann, slóðann frá fjöru að Fræðasetri og að vita og svæðið í             kringum húsin, og suðaustan við þau að fjöru. Einnig er heimilt að ganga að skálinni eða dældinni austan við                       Fræðasetrið.  Einungis er leyfilegt að fara um fjöru í Össurarbót. (Sjá merkingu á mynd).

5.             Óheimilt er að fara um öll önnur svæði en áður hafa verið tilgreind.

6.             Einstaklingur eða forráðamaður hóps skal bera ábyrgð á því að farið sé eftir þessum reglum. Ef ekki er farið að reglum hefur         starfsmaður Fræðaseturs leyfi til að vísa gestum úr eyjunni.

7 b)       Tillagan rædd og samþykkt samhljóða.   Jafnframt samþykkt að endurskoða reglurnar í ljósi reynslunnar.

7 c)       Göngustígurinn frá horni Lindarbrautar/Suðurstrandar að golfvelli hefur verið malbikaður.  Rætt um gróður og frágang við stíginn.  Garðyrkjustjóra falið málið.

7 d)       Settar hafa verið upp göngurennur fyrir æðarfuglinn í grjótgarðinn við Bakkavík, frá Bakkatjörn af sjó, sunnan megin.

7 e)       Árni Einarsson gerði fyrirspurn um svarbréf Líffræðistofnunar Háskóla Íslands til nefndarinnar vegna moldarflutninga á golfvöllinn s.l. vetur.  Stofnunin telur ekki hættu stafa af þessum flutningi, en bendir á að umgangast þurfi svæðið allt af mikilli nærgætni.  Umhverfisnefnd samþykkir að fela bæjartæknifræðingi í samráði við umhverfisnefnd golfklúbbsins, að afmarka svæðið umhverfis Búðatjörn, þar sem ekki gert ráð fyrir umferð fólks.

7 f)        Garðyrkjustjóri óskaði eftir að setja um "tipp" fyrir lífrænan garðaúrgang á gömlu kartöflugörðunum.  Samþykkt til bráðabirgða.

8.         Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:55.

 

Ingimar Sigurðsson

Jens P. Hjaltested

Margrét Pálsdóttir

Hrefna Kristmannsdóttir

Árni Einarsson  



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?