Mættir:
Frá Umhverfisnefnd: Hrefna Kristmannsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
Fulltrúar félagasamtaka og bæjarins:
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar, Grétar Guðmundsson Trimmklúbbi Seltjarnarness, Sigrún Halla Gísladóttir Leikfélag Seltjarnarness, Anton Sigurðsson Lion’s, Unnur Ágústsdóttir Kvenfélagið Seltjörn, Hrafnhildur B. Sigurðardóttir Soroptimistar, Jón H. Björnsson Kivanis, Jóhanna Runólfsdóttir Slysavarnadeild kvenna og Jón B. Stefánsson, Rotary.
Dagskrá: 1. Garðaskoðun
Að lokinni garðaskoðun ákvað garðaskoðunarnefnd að veit skyldu eftirfarandi viðurkenningar fyrir fegrun umhverfis og fallega götumynd:
1. Viðurkenningu fyrir mjög fallega raðhúsalóð fær Tjarnarmýri 5. Heildarskipulag lóðar er mjög gott og einkar fjölskrúðugt plöntuval. Bakgarður er sérstaklega fallegur og framgarðurinn fegrar götumyndina verulega.
2. Viðurkenningu fyrir ótrúlega fjölbreytni í plöntum fær garðurinn við Vallarbraut 21. Garðurinn sýnir að með natni og þolinmæði er unnt að rækta nánast hvað sem er á Seltjarnarnesi.
3. Bifreiðaverkstæði Erlings Sigurlaugssonar, Byggörðum 10 fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og viðleitni til að fegra umhverfið.
4. Fegursti garðurinn var valinn Hofgarðar 13. Eigendur Helgi Magnússon og Arna Einarsdóttir. Garðurinn er sérlega vel skipulagður, mikil fjölbreytni er í honum og úrval plantna mikið og vel samsett og jafnframt plantað skipulega í samræmi við sólfar. Mjög fallegur og vel hirtur garður.
Ákveðið var að veiting viðurkenninga færi fram í fræðasetrinu í Gróttu mánudaginn 30. júlí kl. 18:00.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45.
Jens P. Hjaltested (sing)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)