234. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 12. október kl. 17:15
í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Mættir: Brynjúlfur Halldórsson, Elín Helga Guðmundsdóttir, Helgi Þórðarson og
Margrét Pálsdóttir, Jónas Friðgeirsson. Fundur settur 17:20
Áheyrnarfulltrúi: Helga Sigurjónsdóttir.
Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri boðaði forföll.
Dagskrá:
- Málefni golfvallar.
Ívar Pálsson hdl. fór yfir stöðu málsins, vísaði til umsagnar Umhverfisstofnunar dags 03/10 2011 og einnig Fornleifaverndar ríkisins dags 19/09 2011 og 26/09 2011.
Ályktun Umhverfisnefndar er eftirfarandi:
Harmað er að framkvæmdir á svæðinu hafi hafist, á grundvelli eldri samþykktar, áður en leitað var umsagnar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins. Með vísan til umsagnar Umhverfisstofnunar frá 3. Október sl. er samþykkt að ljúka framkvæmdum í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt frá golfklúbbnum enda verði vandlega staðið að framkvæmdum og frágangi, og þess gætt að raska ekki meira varpsvæði kríunnar en nú þegar hefur verið gert. Ekki verði hróflað við mælingasteini við bílaplan. Í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar er mikilvægt að ljúka framkvæmdum fyrir vetur þannig að ekki verði rask og svæðið frágengið fyrir varptíma í vor. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að frekari búsvæðum fugla á svæðinu verði ekki raskað. Hlúð verði að eldra púttsvæði, þannig að það geti nýst sem varpsvæði fugla í stað þess svæðis sem nú fer undir æfingasvæði. Umhverfisnenfd áréttar að ekki verði ráðist í framkvæmdir á golfvellinum í framtíðinni án þess að leggja málið fyrir Umhverfisnefnd eins og samningur aðila gerir ráð fyrir. Til að skýra enn frekar stöðu vallarins og svæðisins telur Umhverfisnefnd að teikna þurfi svæðið upp og kveða á um hvað á svæðinu sé heimilt að framkvæma og hvaða svæði þurfi að vernda. Jafnvel mætti festa slík ákvæði í skipulagi. - Vegur að Lækningaminjasafni.
Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir framkvæmdum. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. - Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2011.
Skýrsla Jóhanns Óla lögð fram. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins. - Fuglaskoðunarskýli.
Lögð fram greinargerð frá Jóhanni Óla varðandi staðsetningu fuglaskoðunarskýla á Vestursvæðunum. - Friðlýsing Skerjafjarðar.
Formaður upplýsti nefndina um stöðu málsins. - Ársfundur Umhverfisstofnunar 27. október 2011.
Formaður hvatti nefndarmenn til að mæta. - Önnur mál.
a) Þakkarbréf frá Landgræðslu ríkisins lagt fram vegna stuðnings 2011.
b) Flóra Seltjarnarness, kort unnið af Önnu B. Jóhannesdóttur verða færð opinberum stofnunum bæjarins til eignar.
c) Helgi Þórðarson vill taka það verkefni að sér, að kanna áhuga fyrirtækja og eða félagasamtaka hér í bæjarfélaginu til að styrkja gerð söguskilta sem staðsett yrðu við göngustíga.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19:15
Fundargerð ritaði Brynjúlfur Halldórsson.