Mættir: Jens P. Hjaltested, Ingimar Sigurðsson og Árni Einarsson, frá umhverfissnefnd, Steinunn Árnadóttir og Haukur Kristjánsson frá Seltjarnarnesbæ. Margrét Pálsdóttir og Hrefna Kristmannsdóttir boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Fjárhagsáætlun 2002
3. Umhverfisstefna Seltjarnareness
4. Æfingaaðstaða Golfklúbbs Ness
5. Önnur mál
6. Fundarslit
- Formaður setti fund kl. 17:25 og bauð fundarmenn velkomna.
- Formaður lagði fram drög að fjárhagsáætlun Umhverfisnefndar fyrir árið 2002. Áætlunin rædd. Árni Einarsson spurðist fyrir um Staðardagskrá 21, ákveðið að ræða betur á næsta fundi.
- Formaður lagði fram Umhverfisstefnu Seltjarnarness. Nefndin samþykkir hana og verður henni vísað til bæjarstjórnar. Samþykkt að ræða frekar um ýmsa þætti í umhverfisstefnunni á næsta fundi, s.s. Grænt bókhald o.fl.
- Lagðar voru fram til kynningar, hugmyndir Golfklúbbs Ness að æfingaskála.
- a. Almenn umræða um sorphirðumál.
b. Formaður sagði frá því að unnið er að nýju aðalskipulagi.
c. Formaður kynnti bæklinga frá Náttúruvernd ríkisins.
- Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18:20
Ingimar Sigurðsson, fundarritari