148. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 16. júlí 2002 kl. 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.
Dagskrá fundarins:
1. Fundur settur
2. Skipting embætta
3. Garðaskoðun 2002
4. Verklegar framkvæmdir í sumar og haust
5. Fræðslumál
6. Upplýsingaskilti
7. Önnur mál
8. Fundi slitið
1. IS formaður setti fund kl. 17:05 og bauð fundarmenn velkomna.
2. IS lagði til að MP gegni embætti varaformanns og MÖG embætti ritara, samþykkt með tveimur atkvæðum SB og KÓ sátu hjá.
3. Ingimar og Steinunn fóru yfir garðaskoðun Umhverfisnefndar. Ekki hefur alltaf verið verðlaunað fyrir sömu flokka, síðast voru 4 flokkar. Lítið um að ábendingar berist nefndinni frá bæjarbúum. Steinunn sagði að hún kæmi yfirleitt ekki með uppástungur sjálf, frumkvæðið væri nefndarinnar. Garðaskoðun fer fram miðvikudaginn 24.júlí n.k., mæting á Eiðistorgi klukkan 19:30. MP hefur umsjón með garðaskoðun og hefur hún samband við hin ýmsu félagasamtök á Nesinu varðandi þátttöku.
4. Haukur fór yfir verklegar framkvæmdir í sumar og haust:
Sjóvarnir: Lítil mótframlög ríkis, 5 milljónir í ár en ríkið stýrir framkvæmd. Búið að ákveða að verja fénu í framkvæmdir við Kotagranda fyrir framan Bakkatjörn, þrátt fyrir að Haukur og Sigurgeir fyrrv. bæjarstjóri hafi gert tillögu um annað (Suðurnes). Nokkuð umfangsmiklar tillögur sem Haukur vill draga úr (minni og lægri garð). Málið er á hendi Siglingamálastofnunar, en þeir eru sérfræðingar ríkisins í þessum efnum. Menn eru þó meðvitaðir um að stórflóð geta valdið miklum skaða (flóðið 1799!). Haukur gat ekki svarað spurningum IS og SB um hversu langt garðurinn mundi ná og hversu mikið hann mundi síga. Haukur segist koma með nákvæma tillögur á næsta fund, tillögur um umfangsminni framkvæmd en þær sem liggja fyrir nú. IS minnti á bókun Umhverfisnefndar síðan í vetur um þetta mál.
Viðhald malbikaðra gatna: Sólbraut og bútar hér og þar. Ekkert malbikað á Lindarbraut enda á eftir að ganga frá ýmsum umhverfismálum þar fyrst.
Holræsismál: Bygging dælustöðvar á Tjarnarstíg, ekki komið í framkvæmdarferli en styttist í það. 30-40m króna verkefni og mikilvægt að byrja sem fyrst.
Gangstéttar: Vallarbraut og Tjarnarból. Gangstígur við Valhúsaskóla.
Gangbrautarljós: Fyrirhugað að setja upp gangbrautarljós á Nesveg við Mýrarnar, Haukur tjáði IS að ekki væri hægt að lofa því fyrir skólann í haust. Búið að vera að lækka umferðarhraða á ýmsum stöðum á Nesinu í 30km.
Strætóskýli: Verið að taka í gegn, ekki vilji einkaaðila að halda úti rekstri þeirra líkt og í Reykjavík.
Vegur út á golfvöll: Verið að vinna að framkvæmdum, nánari upplýsingar um framkvæmdir við malarbílastæðið við golfvöllinn verða lagðar fyrir nefndina á næstunni.
Smábátahöfn: 3m á áætlun. Búið að verja 1 í hækkun sjávargarða.Sjóvarnir nú viðunandi að mati Hauks. Nokkurt fjármagn vantar enn til þess að ganga frá svæðinu endanlega.
Annað: Haukur sagði frá gæðaeftirliti Vatnsveitunnar, en Heilbrigðiseftirlitið gefur stimpil. Frekari varnir fyrirhugaðar á ljóskastarahúsinu. Haukur gerði að síðustu grein fyrir áframhaldandi samningi Seltjarnarnessbæjar og Kópavogs um efnistöku við Bolöldu og ætlar að útvega samninginn að beiðni SB.
Steinunn gerði í framhaldinu örstutta grein fyrir málefnum sem eru á hennar hendi:
- Einungis almennt viðhald í sumar og haust
- Engar nýframkvæmdir
- Atvinnuátak 17-22 ára ungmenna með Vinnuskóla í fyrsta skipti, eru 6-7 aðilar.
- IS skaut inní að nokkur svæði hér á Nesinu sem íbúar hafa verið að benda á að séu ekki nægilega vel hirt séu alls ekki á hendi garðyrkjustjóra enda sé um að ræða einkalóðir.
Eftir yfirferð Hauks og Steinunnar stakk IS uppá því að öðrum málum á dagskrá yrði slegið á frest vegna tímaskorts og tekin fyrir á næsta fundi. Næsti fundur fyrirhugaður fimmtudag eftir Verslunarmannahelgi. Hann stakk uppá því að fundir yrðu framvegis haldnir á fimmtudögum milli 17 og 19. Tekið var vel í það. IS fór í stuttu máli yfir inntak dagskrárliðanna sem eftir voru:
5. Fræðslumál: IS bað nefndarmenn að koma með hugmyndir um ráðstöfun. Sýnishorn af fræðsluriti sem unnið var fyrir krakka í Kópavogi og Garðabæ lagt fram. Nánar á næsta fundi.
6. Upplýsingaskilti: Búið að koma fyrir tveimur stórum “sjóndeildarhrings”skiltum (panorama) við sjávarsíðuna. Nánar á næsta fundi.
7. Önnur mál: Rætt um að beina því til bæjarstjórnar að hún beiti sér fyrir því: 1) Að frágangi við útihúsin við Nesstofu verði tafarlaust lokið enda um slysagildru að ræða og 2) Að þau verði rifin enda sjónmengun af þeim í núverandi mynd. Þau eru í eigu Þjóðminjasafnsins. Rætt á næsta fundi. Í lokin áréttaði SB að mjög mikilvægt væri að umhverfisnefnd fylgdist vel með fyrirhuguðum framkvæmdum við Kotagranda og þær komist í eðlilegan farveg miðað við svæði á náttúruminjaskrá.
8. Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.10
MÖG, fundarritari