Fara í efni

Umhverfisnefnd

149. fundur 08. ágúst 2002

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinnunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og umsjónarmaður Fræðaseturs.

Dagskrá fundarins

                       1. Fundur settur
2. Garðaskoðun 2002, niðurstöður og dags. viðurkenninga
3. Útihúsin við Nesstofu
4. Staðardagskrá 21
5. Fræðslumál
6. Upplýsingaskilti
7. Önnur mál, útigril
8. Fundi slitið

1.             IS setti fund kl. 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.

 2.             Garðaskoðun. IS kynnti niðurstöður, sem eru þessar:

                Fallegasti garður
                Látraströnd 13,  eigandi Erna Guðlaug Jónsdóttir

                Sérstök viðurk. fyrir snyrtilegan garð
                Grænamýri 4,  eigendur Páll Einar Kristinsson og Kristín Hannesdóttir

                Sérstök viðurkenning fyrir eldri hús
                Helgafell, eigendur Ragnar Hauksson og Lóa Wilberg.

Rætt um tilnefningar til “Götu ársins” í stað “Fegursta gatan”.
                Gata ársins valin Bakkavör. Samþykkt samhljóða.

Verðlaunaafhending 14.ágúst, Fræðasetur Gróttu milli 17 og 19. Bæjarstjórn, umhverfisnefnd og verðlaunahafar boðaðir. (IS og MP). 

3.             Útihúsin við Gróttu. IS lagði fram tillögu að bókun vegna húsanna. Tillagan samþykkt samhljóða með breytingum og hljóðar svo:

Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkir að óska eftir því við bæjarstjórn Seltjarnarness, að hún beiti sér fyrir viðræðum við Þjóðminjasafnið um útihúsin við Nesstofu og mögulegt niðurrif þeirra.
Umhverfisnefnd bendir einnig á að útihúsin, eins og þau eru núna, eru slysagildra gagnvart börnum og unglingum og beinir því til bæjarstjórnar að hún hlutist til um við húseiganda, að þar verði ráðin bót á, hið snarasta.

4.             Staðardagskrá 21. SB fjallaði um Ólafsvíkuryfirlýsingu og tengsl við Staðardagsskrá 21. Stakk uppá meira samstarfi við bæjarbúa, verslanir, atvinnufyrirtæki og félagasamtök um framkvæmd. Endurskoða þarf tímasetningar, margar ekki raunhæfar. Hrafnhildur dreifði fundargerð frá ráðstefnu 15. feb á Akureyri um S21 til nýrra meðlima nefndarinnar. Ræddi um vistvænt Seltjarnarnes, vill hefja vinnu í sambandi við þetta, byrja í skólunum.

Rætt um með hvaða hætti S21 verði endurskoðuð og framkvæmd með skipulögðum hætti. Íbúaþing gæti án efa nýst vel í þessu sambandi.

Samþykkt að skipa  3ja manna vinnuhóp um staðardagskrá 21 og fræðslumál um umhverfismál. IS,  SB og Hrafnhildur Sigurðardóttir skipa hópinn og móta

tillögu um frekari framkvæmd Stað 21 og um fræðslumál sérstaklega.

5.             Fræðslumál. Sjá 4 um skipun vinnuhóps.

6.             Upplýsingaskilti. Lagfæra þarf “Panorama” upplýsingaskilti vegna raka, Haukur.
Lions menn vilja bæta við litlun upplýsingaskiltum og óska eftir styrk frá umhverfisnefnd. Munu senda erindi þar af lútandi.

7.             Sjóvarnir við Kotagranda. Haukur greinir frá kröfum bæjarins um lágmarks umfang varnargarðs. 5 milljónir áætlaðir í verkið frá ríkinu. Rætt um mikilvægi þess að upplýsa umhverfisnefnd um framgang mála og alla umhverfisþætti í tengslum við málið.  Beðið er eftir nýjum teikningum frá Siglingamálastofnun.

8.             Önnur mál
Útigrill: Stefnt að því setja upp fyrir næsta vor. Bakkavör og e.t.v. Suðurnes. Beðið eftir kostnaðaráætlun frá blikksmið (IS).
Drykkjarfontur: Sá fyrsti í bænum að verða tilbúinn,  (Steinunn).

Samvinna við golfklúbb: Mikilvægt að vinna með golfklúbbnum að umhverfismálum (SB).

Næsti fundur eftir um það bil mánuð, mánaðarlegir fundir. IS ítrekaði að þegar nefndarmenn vilja vinna málum framgang eða koma einhverju á framfæri þá hafa samband við sig. Hann setur svo mál á dagskrá fyrir næsta fund.

Fleira ekki rætt.

9.                   Fundi slitið kl. 19:07

MÖG, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?