Fara í efni

Umhverfisnefnd

151. fundur 19. september 2002

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Valgerður Janusdóttir (VJ), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

Dagskrá fundarins

  1. Fundur settur
  2. Erindi Golfklúbbs Ness um æfingaskýli
  3. Umhverfisviðurkenningar SSH 2002
  4. Önnur mál
  5. Fundi slitið.

1.                   IS setti fund kl. 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.

2.                   Erindi Golfklúbbs Ness um æfingaskýli.

                Lagðar fram nýjar teikningar með hæðarlínum og afstöðumyndir. Kom fram að búið væri að samþykkja í skipulagsnefnd. Samþykkt bókun varðandi afgreiðslu nefndarinnar á æfingaskýli golfklúbbsins:

                “Umhverfisnefnd telur teikningar að æfingaskýli og hugmyndir um frágang þeirra vandaðar og treystir því að ekki verði útaf brugðið. Nefndin gerir því ekki athugasemdir við þær. Nefndin telur hins vegar hugsanlegt að gera þurfi ráðstafanir í stuttan tíma að höfðu samráði við fuglafræðing um notkun æfingaskýlanna ef fugl sest upp í miklum fjölda í skotlínu frá skýlinu svo að til vandræða horfi. Mestar líkur eru á að þetta eigi við kríu með hálffleyga unga, eins og virtist gerast um mánaðarmótin júlí og ágúst sl. Á umræddu svæði. Umhverfisnefnd væntir góðrar samvinnu við stjórn Golfklúbbsins um þessar varúðarráðstafanir reynist þeirra þörf.”   

3.                   Umhverfisviðurkenningar SSH 2002

                Umhverfisnefnd Seltjarnaness samþykkir að fela formanni og fyrrverandi formanni nefndarinnar að taka saman gögn vegna umhverfisviðurkenningar SSH um verkefnið “Útivist á Seltjarnarnesi”. Verkefnið taki til Bakkavarar, göngustíga, leiðarkorts, bekkja, skilta Lion’s klúbbs, Panorama skilta, skilta við Ballatjörn og við Snoppu, Hákarlaskúrs og hleðslna á Nesinu.

4.                   Önnur mál

a. Lögð fram skýrsla um úttekt á vatnsverndarsvæði í lögsögu Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Tekin fyrir á næsta fundi.

                b. Kristín spurðist fyrir um stöðu á verkefnahópi um Staðardagsskrá 21.

c. Margrét hóf umræðu um “Grænt bókhald” bæjarins.

 

5.                   Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00.

 

MÖG, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?