Fara í efni

Umhverfisnefnd

153. fundur 30. janúar 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Kristján Jónasson (KJ), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð.

                        Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

  1. Fundur settur
  2. Stefnumörkun um malarnám við Bolöldu
  3. Erindi frá Gróðri fyrir fólk um samstarf og stuðning
  4. Skýli fyrir sjósundmenn
  5. Staðardagskrá 21, endurskoðun
  6. Hreinsunardagur 2003
  7. Fundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Náttúruverndar ríkisins í Garðabæ í október sl.
  8. Önnur mál.

 

1.       IS setti fund rétt rúmlega 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.

2.       Stefnumörkun um malarnám við Bolöldu

 

Lögð fram tillaga Neslistans frá bæjarstjórnarfundi í nóvember um stefnumörkun um efnistöku við Bolöldu. KÓ gerði grein fyrir tillögunni. Tillagan rædd. Eftirfarandi bókun samþykkt:

 

Umhverfisnefnd samþykkir að fela bæjartæknifræðingi að koma með tillögur að frekari stefnumörkun um nýtingu malarnámunnar við Bolöldu. Þar skal m.a. taka tillit til magns, náttúruspjalla og fjárhagslegs ávinnings Seltjarnarnesbæjar.

 

3.       Erindi frá Gróðri fyrir fólk um samstarf og stuðning

Erindið tekið fyrir og rætt. Beiðni um fjárstuðning var synjað.

 

4.       Skýli fyri sjósundmenn

Kostnaður er um 370.000 kr. og er greiddur af garðyrkjustjóra. Skýlið var formlega tekið í notkun þann 21. desember s.l.

 

5.       Staðardagskrá 21, endurskoðun

Stefnt að því að vinna hefjist að fullu í næstu viku. Margt á áætlun en annað skemmra komið. IS fer fyrir vinnunni.

 

6.       Hreinsunardagur  2003

Samþykkt að halda hann laugardaginn 3. maí. Ábyrgðarmaður er MÖG fyrir hönd umhverfisnefndar, en með honum aðrir nefndarmenn.

 

7.       Fundur náttúruverndanefnda sveitarfélaga og Náttúruverndar ríkisins

Var haldinn í Garðabæ í október síðastliðin. Fundurinn var sóttur af Margréti, Kristínu, Stefáni og Ingimar. Góður og upplýsandi fundur.

 

8.       Önnur mál

 

Rætt um sjóvarnargarðinn. Framkvæmd og frágangi lokið.

 

Lagt fram erindi frá Leikskólanum Mánabrekku um fjárstuðning vegna verkefnis um umhverfisvernd. Umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um hvernig verkefnið í heild verði fjármagnað. Nefndin telur að verkefnið eigi e.t.v. frekar heima hjá skólanefnd. Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar.

 

Samþykkt að Hrafnhildur verði fulltrúi Seltjarnarness á fundi um Staðardagskrá 21 sem haldinn verður á Kirkjubæjarklaustri 14. mars.

 

Fleira ekki rætt.

 

Fundi slitið 18:10

 

MÖG, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?