Fara í efni

Umhverfisnefnd

154. fundur 27. febrúar 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð.

Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Stefnumörkun um malarnám við Bolöldu, skýrsla

3. Staðardagskrá 21, stöðuskýrsla, næstu skref og forgangsröðun

4. Aðkoma umhverfisnefndar að gerð aðalskipulags

5. Önnur mál

6. Fundið slitið

1. IS setti fund rétt rúmlega 17:00 og bauð fundarmenn velkomna.

2. Stefnumörkun um malarnám við Bolöldu, skýrsla

Skýrsla frá bæjartæknifræðingi ekki tilbúin. Haukur fór stuttlega yfir efnistöku á síðasta ári og samningi vertaka. Verktaki hefur óskað eftir framlengingu á samning við bæjarstjórn. Skýrsla bæjartæknifræðings verður kynnt á næsta fundi.

3. Staðardagskrá 21, stöðuskýrsla, næstu skref og forgangsröðun

Stöðuskýrsla vinnuhóps tekin fyrir og rædd. Rætt um forgangsverkefni og mikilvægi samstarfs við aðrar nefndir, svo sem skólanefnd, skipulagsnefnd og stofnanir bæjarins. Kom fram að mikilvægt væri að bæjarstofnanir hefðu frumkvæði í þessu máli. Samþykkt að skrifa hluteigandi aðilum bréf, svo sem heilbrigðisfulltrúa og kalla eftir upplýsingum um stöðu einstakra verkefna. Fram kom að gerð hefur verið úttekt á orkunýtingu í sundlauginni og sýnir hún orkunotkun umfram þörf.

4. Aðkoma umhverfisnefndar að gerð aðalskipulags

Samþykkt að senda skipulagsnefnd bréf og vekja athlygli á þeim fjölda verkefna sem snúa að S21 í tengslum við undirbúning nýs aðalskipulags.

5. Önnur mál

Rætt um ný lög um úrvinnslugjald, 162/2002

Samþykkt að setja upp nýtt skilti við hákarlahús og fuglaskilti við Gróttu

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið 18:07

MÖG, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?