Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð.
Auk nefndarmanna sat Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur fundinn.
Dagskrá
1. Fundur settur
2. Garðaskoðun 2003. Samþykkt að veit eftirfarandi viðurkenningar:
· Fallegasti garður: Nesbali 33, eigandi Jens Pétur Hjaltested
· Sérstök viðurkenning: Nesbali 44, eigendur Vilhjálmur Fenger og Kristín Vermundsdóttir
· Sérstök viðurkenning: Hrólfsskálavör 12, eigendur Eiríkur Örn Arnarson og Þórdís Kristmundsdóttir
· Fallegasta gatan: Selbraut
· Vel viðhaldið eldra hús: Björk, eigendur Kristinn Einarsson og Gunnhildur Pálsdóttir
· Snyrtilegt atvinnuhúsnæði: Austurströnd 1, eigandi Nesskip hf
· Afhendingardagur: Fimmtudagurinn 14. ágúst kl. 17:30 í bókasafninu.
· IS sér um að boða verðlaunahafa, bæjarstjórn, nefnd og Nesfréttir.
Stefnt að því að flýta garðaskoðun og viðurkenningum á næsta ári fram í júlí í stað ágúst.
3. Bátarenna við Bygggarða
· Tilnefningar í vinnuhóp
i. Frá meirihluta: Ingimar Sigurðsson og Margrét Pálsdóttir.
ii. Frá minnihluta: Stefán Bergmann og Kristín Ólafsdóttir skipta með sér fundarsetu.
IS boðar til fundar með vinnuhópi ásamt með Heimi Þorleifssyni og Ólafi Val Sigurðssyni um undirbúning.
4. Eftirfylgni verkefna og samþykkta
· Greinargerð frá Hauki lögð fram og hún rædd.
5. Önnur mál
· Tilboð í jarðgerðartunnur liggur fyrir.
· Aðalskipulag, forsenduskýrsla. Tekin fyrir á næsta fundi.
· IS greindi frá svarbréfi Umhverfisstofnunar vegna umsagnar við náttúruverndaráætlun 2003-2008
· Rætt um fyrirhugað framhald á sjóvarnargörðum.
· Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta og hún tekin á dagskrá:
Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að láta kanna með hvaða hætti unnt verði að koma upp kaffihúsi/veitingahúsi á svæðinu milli bílastæðisins við Snoppu og fiskitrananna.
Tillagan rædd og samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum minnihluta.
Bókun minnihluta (SB): Ekki heppileg vinnubrögð við undirbúning tillögunnar og hún ekki tímabær.
· Fyrirspurn SB til Steinunnar um frágang við Nesstofu og Vistgötuna á Melabraut.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið kl. 18:20
MÖG, fundarritari