Fara í efni

Umhverfisnefnd

160. fundur 25. september 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sat Hrafnhildur Sigurðardóttir (HS) fundinn.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Erindi Golfklúbbs Ness um bifreiðastæði, stækkun áhaldaskýlis og breytingar á 6. braut.

3. Forsenduskýrsla aðalskipulags

4. Staðardagskrá 21

5. Tillaga N lista um útisafn

6. Bygggarðsvörin

7. Önnur mál

8. Fundi slitið

1. IS setti fund kl. 17:00 á bifeiðastæðinu við golfskálann og bauð fundarmenn velkomna.

2. Erindi Golfklúbbs Ness um bifreiðastæði, stækkun áhaldaskýlis og breytingar á 6. braut.

Nefndarmenn fóru á vettvang og skoðuðu fyrirhugað bifreiðastæði og kynntu sér breytingar á 6. braut undir leiðsögn Þorkels Helgasonar. Fundi síðan framhaldið á skrifstofu tæknideildar. Teikningar lagðar fram. Eftirfarandi var lagt fram og samþykkt:

"Umhverfisnefnd Seltjarnarness, sem umsagnaraðili um framkvæmdir við golfvöll GN, fellst fyrir sitt leyti á umsókn Golfklúbbs Ness um stækkun á bifreiðastæði, stækkun áhaldaskýlis og breytingar á 6. braut skv. framlögðum teikningum, enda verði þess gætt að ekki verði gengið á það svæði sem varpfuglar á Seltjarnarnesi hafa nú. Umhverfisnefnd minnir á að allar framkvæmdir við golfvallarsvæðið beri að meta út frá hugsanlegum áhrifum á fuglalífið, svo sem á varp og uppeldi fugla og aðgengi unga að fjöru. Nefndin telur æskilegt að huga að mótvægisaðgerðum til stækkunar á varpsvæðum."

3. Forsenduskýrsla

Formaður hvatti nefndarmenn til að gera athugasemdir beint til Alta fyrir 1. október.

4. Staðardagskrá 21

Hrafnhildur gerði grein fyrir stöðu mála. Áfram unnið að því að fá fólk í verkefnið "Vistvernd í verki".

Rætt um Grænt bókhald hjá bæjarfélaginu. Margréti og Ingimar falið að móta tillögur.

Vinnuhópur um S21 mun hittast í næstu viku, fara yfir stöðu mála og setja niður áætlun um viðfangsefnið og raunhæf tímamarkmið.

5. Tillaga N lista um útisafn

Vísað er til tillögu N lista um útisafn frá síðasta fundi sem vísað var til umhverfisnefndar til umsagnar. Meirihluti sjálfstæðismanna ásamt formanni menningarnefndar leggja fram eftirfarandi bókun:

"Umhverfisnefnd telur hugmynd um útisafn góðra gjalda verða, en um margt óljósa. Ekki verður annað séð en tillögunni sé ætlað að ná til ýmissa þátta og stefnumiða, sem þegar hafa verið framkvæmd eða eru á stefnuskrá meirihluta umhverfis- og menningarnefnda bæjarins.

Um langt skeið hefur verið unnið að varðveislu, endurgerð og merkingum menningarminja, m.a. í góðu samstarfi við félagasamtök og verður því verki haldið áfram á þessu kjörtímabili með það að markmiði að skapa heildstæða umgjörð um umhverfis- og menningarminjar bæjarins. Hvort slík viðleitni, sem þegar er komin á góðan rekspöl, er kallað "útisafn" virðist ekki grundvallaratriði.

Umhverfisnefnd lítur því þannig á að í tillögunni felist fremur almenn hvatning til umhverfis- og menningarnefnda um að halda áfram á sömu braut, en að samþykkt hennar ráði úrslitum um framgang umhverfis- og menningarmarkmiða bæjarins.

Markmið meirihlutans í umhverfis- og menningarmálum liggja fyrir í Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins frá síðustu kosningum og að þeim verður áfram unnið."

Ingimar Sigurðsson,
Margrét Pálsdóttir,
Magnús Örn Guðmundsson
Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar

Tillaga að umsögn frá SB og KÓ um tillögu N-lista um útisafn og menningarminjar:

"Umhverfisnefnd telur hugmyndina um skipulagt útisafn áhugaverða og vert að útfæra nánar. Hún getur verið mikil lyftistöng fyrir bæjarlífið á Seltjarnarnesi."

Tillagan felld með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur minnihluta.

6. Bygggarðsvörin

IS lagði fram bráðabirgðaskýrslu vinnuhóps um Bygggarðsvörina. SB fór yfir efni skýrslunnar. Skýrsla og tillögur verða lagðar fram á næsta fundi umhverfisnefndar í lok október.

Eftirfarandi bókun samþykkt: "Umhverfisnefnd samþykkir að beina því til skipulags og mannvirkjanefndar að við gerð aðalskipulags verði Bygggarðsvör ásamt nærliggjandi svæði skilgreint sem sérstakt minjasvæði sjósóknar á Seltjarnarnesi."

7. Önnur mál

- SB spyr hvenær skýrslu um fuglatalningu sé að vænta.

- SB spyr hvort samningar bæjarins við Þjóðminjasafnið um rekstur Nesstofu verði kynntir Umhverfisnefnd.

- SB óskaði eftir því að fjallað verði um framtíðarnýtingu Fræðaseturs/Vitavarðarhúss í Gróttu á næsta fundi.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 19:20.

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Margrét Pálsdóttir fundarritari
(sign.)                                  (sign.)                     (sign.)

Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir
(sign.)                   (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?