Fara í efni

Umhverfisnefnd

161. fundur 30. október 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sat Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur fundinn.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Bygggarðsvör, lokaskýrsla vinnuhóps lögð fram.

3. Fræðasetrið í Gróttu

4. Samningur um Nesstofu

5. Fjárhagsáætlun 2004

6. Staðardagskrá 21, stöðuskýrsla

7. Önnur mál

8. Fundi slitið

1. IS setti fund kl. 17:05

2. Lokaskýrsla vinnuhóps um Bygggarðsvör. Skýrslan rædd. Samþykkt að vísa skýrslunni til kynningar hjá skipulags- og mannvirkjanefnd. Óskað verður eftir umsögn og áliti frá Fornleifastofnun um verkefnið.

3. Fræðasetrið við Gróttu. Rætt um nýtingu fræðasetursins og hlutverk nefndarinnar. Formanni falið að ræða við bæjarstjóra um frekari aðkomu nefndarinnar að uppbyggingu fræðasetursins í Gróttu.

4. Samningur um Nesstofu. Samningsdrög lögð fram til kynningar.

5. Fjárhagsáætlun 2004. Áætlunin lögð fram og rædd.

6. Staðardagskrá 21, stöðuskýrsla. Formaður gerði grein fyrir störfum starfshóps. MP vék af fundi.

7. Önnur mál

a) Hundaskítspokar. Lagt fram erindi frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í í framleiðslu og dreifingu hundaskítspoka. Nefndin samþykkir erindið.

b) Umhverfisþing. SB gerði grein fyrir tillögum Umhverfisstofnunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008 sem ræddar voru á nýafstöðnu umhverfisþingi.

c) Ársfundur UST og náttúruverndarnefnda. Verður haldinn á Egilsstöðum 7.-8. nóvember næstkomandi.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 19:15.

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson

( sign.)                                     (sign.)

Margrét Pálsdóttirfundarritari

(sign.)

Stefán Bergmann

(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?