Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Hreinsunardagur
3. Bygggarðsvör
4. Garðaskoðun
5. Staðardagskrá 21
6. Aðalskipulag
7. Önnur mál
a) Erindi Mýrarhúsaskóla um skógrækt
b) Erindi Björns Rúrikssonar um ljósmyndir
c) Erindi Árna Tryggvasonar um hlaupakort.
d) Erindi frá bæjartæknifræðingi vegna sjóvarna
8. Fundi slitið.
1. Fundur settur af formanni kl. 17:08
2. MÖG fór yfir hreinsunardaginn og hvernig til tókst. MÖG skilar skriflegri skýrslu á næsta fundi ásamt tillögu að viðurkenningum fyrir þau félagasamtök sem tóku virkastan þátt.
3. Lögð voru fram gögn frá Margréti Hermanns Auðardóttur um kostnað og áherslur vegna forrannsókna við Bygggarðsvör. Samþykkt að fela Hauki Kristjánssyni að ganga frá samningi við Margréti og fara yfir kostnaðarmat hennar.
4. Samþykkt að garðaskoðun verði 12.- 16. júlí. Margrét Pálsdóttir hefur umsjón með garðaskoðuninni fyrir hönd nefndarinnar. Stefnt að afhendingu viðurkenninga 28. eða 29. júlí. Nefndarmenn munu skoða götur hver í sínu lagi áður en hin formlega skoðun fer fram.
5. Farið yfir stöðuna í staðardagskrárverkefninu. Kom fram að nefndarmenn eru komnir vel af stað í sínu verkefninu Vistvernd í verki. Hrafnhildur sagði frá skýrslu Stefáns Gíslasonar, verkefnastjóra Sd21, um verkefnið 2003 til 2004. Skýrslan var lögð fram á 7. Landsráðstefnu um Sd21 sem halda átti á Ísafirði í lok mars.
6. Staða á söfnun gagna vegna aðalskipulags rædd.
7. Önnur mál:
a) Erindi Mýrarhúsaskóla um skógrækt lagt fram og rætt.
b) Erindi Björns Rúrikssonar um ljósmyndir. Samþykkt að taka fyrir á næsta fundi.
c) Erindi Árna Tryggvasonar um hlaupakort. Magnús og Kristín víkja af fundi.
d) Haukur Kristjánsson gerði grein tillögu sinni um varnir vegna verndunar Búðatjarnar, sjóvarnir og endurbætur á stígum á Suðurnesi og endurnýtingu á steypuúrgangi í fyllingar. Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkefnið skv. tillögum bæjartæknifræðings með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar og að uppfylltum skilyrðum heilbrigðisnefndar. Nefndin telur að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar þurfi frekari athugunar við og mun gera grein fyrir viðhorfum sínum í bréfi til Umhverfisstofnunar að höfðu samráði við fuglafræðing.
e) Rætt um viðurkenningar til nemenda í 10. bekk Valhúsaskóla fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræðum. MP hefur umjón með viðurkenningunum.
8. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:45.
Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Margrét Pálsdóttir
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)
Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)