230. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness
230. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 1.mars 2010 kl. 17:00 í húsnæði Bygginga- og umhverfissviðs að Austurströnd 3
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir og Helgi Þórðarsson .
Dagskrá
- Bláfánaverkefnið
- Grænfáninn og skólarnir
- Kattasamþykkt
- Fuglatalning
- S-21
- Vegvísir
- Varðan – leiðarmerki
- Stríðsminjar
- Samvinna Læknaminjasafns og umhverfisnefndar
- Rafbílar
- Friðlýsing Skerjafjarðar
- Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna
- Önnur mál
Fundur settur kl. 17.09
- Málinu frestað þar til síðar þar sem við uppfyllum ekki enn þau skilyrði sem til þarf.
- Grænfáninn fyrir sameiginlegan leikskólann var afhentur 1. desember sl. Allir skólar bæjarins eru núna með grænfánann nema tónlistarskólinn. Það er í vinnslu.
- Umræður um kattasamþykktina. Búið að samþykkja kattasamþykktina hjá ráðuneytinu. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
- Talning ætti að fara fram í ár. Jóhann Óli Hilmarsson hefur séð um talninguna fyrir bæinn undanfarin ár. Samþykkt að Jóhann Óli verði fenginn í verkefnið.
- Mat á eftirfylgni S-21 kynnt. Mat fór fram 2002 og aftur 2007. Stefnt er að því að endurskoða S-21 svo og Umhverfisstefnu Seltjarnarneskaupstaðar fljótlega. Umræður um vistvæn innkaup og grænt bókhald. Endurskoðun
- Hörður Bjarnason byggingaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit hafði verið byrjaður á verkefni um merkingar á Seltjarnarnesi. Samþykkt að Hörður ljúki við þetta verkefni.
- Guðmundur Ásgeirsson í Nesskip vill standa straum að kostnaði við endurhleðslu á leiðamerki (vörðunni) . Göngustígurverður báðum megin við Vörðuna. Umhverfisnefnd er hlynnt hugmyndum um endurbyggingu leiðarmerkis í Suðurnesi. Samþykkt með fyrirvara um teikningar af göngustíg.
- Hugsanlega er til mynd af stríðsminjunum og e.t.v. endurhleðslu á því. Bíðum eftir betri myndum sem eru í vinnslu og verður málið tekið fyrir á næsta fundi.
- Anna safnvörður hefur boðað Steinunni og Margréti á fund. HÍ hefur óskað eftir samstarfi við umhverfinefnd um að halda fjölskylduhátíð 27.ágúst nk. Það verkefni er í vinnslu hjá HÍ. Báturinn hans Alberts er kominn út í Læknaminjasafn og verður þar, þar til annað verður ákveðið
- BH er að skoða möguleikann um að innleiða rafbíla hérna á Nesinu. Ræddi við OR og síðan NLE (northern light energy). Umræður um rafbíla almennt og hvernig þessu yrði háttað.
- SÁ sagði frá fundinum Friðlýsing Skerjafjarðar. Verndun fyrir dýralíf og fugla. Garðabær er búinn að friðlýsa sinn hluta og Kópabogur er jákvæður fyrir sitt leyti. Umhverfisnefndin er jákvæð í áframhaldandi vinnu.
- Kynnt fyrir umhverfisnefnd
- Önnur mál
-
-
Ákveðið að veita 100.000 kr styrk til Landgræðslunnar.
-
Gróður í landnámi Ingólfs – styrkveiting. Málið verður skoðað frekar
-
Kjötvinnsla við Bygggarða 5. Málið kynnt fyrir nefndinni.
-
Grænn apríl. Kynnt fyrir nefndinni. Nefndin jákvæð fyrir þátttöku
-
Fundi slitið 19:17.