228. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 30. júní kl. 17:00 í húsnæði Tækni- og umhverfissviðs að Austurströnd 3
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Andri Sigfússon, Helgi Þórðarson, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir.
Fundur settur kl. 17:16.
Dagskrá.
- Skipting embætta
- Garðaskoðun
- Verklegar framkvæmdir í sumar og haust
- Staðardagskrá 21
- Önnur mál
- MP setti fundinn og bauð nýkjörna Umhverfisnefnd velkomna til starfa og lagði til eftirfarandi skiptingu embætta: Elín Helga Guðmundsdóttir tæki að sér varaformennsku og Andri Sigfússon tæki að sér að vera ritari. Samþykkt samhljóða.
- Eitt af verkefnum Umhverfisnefndar á þessum árstíma er garðaskoðun. Hún verður í júlí og skiptu nefndarmenn hverfum á milli sín til skoðunar. Valinn verður garður og gata ársins auk annarra viðurkenninga.
- SÁ fór yfir verklegar framkvæmdir í sumar og haust hjá Seltjarnarnesbæ. Sagði hún frá verkefnum unglingavinnu, vinnuskólans og áhaldahússins.
- SÁ sagði frá Staðardagskrá 21 sem Seltjarnarnesbær tekur þátt í. Nefndarmenn voru ánægðir með moltugerð bæjarins. SÁ fór yfir hvað fælist í grænu bókhaldi og vistvænum innkaupum.
- Önnur mál:
-
- HÞ spurði um upplýsingaskilti. Umræða varð um uppsetningu á þeim. Í kjölfarið var rætt um Vestursvæðin og golfvöllinn.
- Kattasamþykkt var rædd
- Athugasemd frá Ólafi Egilssyni v/ hleðslu á vegg á Valhúsahæð. SÁ er með málið í ferli.
- Græna hornið í Nesfréttum. BH tekur að sér skrif í næsta blað.
- BH lýsti ánægju með nýkjörna Umhverfisnefnd. Einnig vonar hann að nefndin vinni að því með markvissum hætti að vera sýnileg og virk á þessu kjörtímabili.
Fundi slitið kl. 18:45.