227. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 19. maí 2010 kl 17:15 í Þjónustumiðstöð
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir
Dagskrá.
- Yfirlit verkefna Umhverfisnefndar á kjörtímabilinu 2006 – 2010
- Önnur mál
- Formaður fór yfir þau verkefni sem Umhverfisnefnd hefur sinnt á kjörtímabilinu.
- a) Urtagarður við Nesstofu – Umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn við framlagða tillögu Hornsteina arkitekta.
b) MP sér að venju um viðurkenningar til útskriftarnema Valhúsaskóla sem sýnt hafa góðan námsárangur á sviði umhverfisfræða.
c) Kattasamþykkt bæjarins – formanni falið að ganga frá málinu og bregðast við athugasemdum Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
d) Garðyrkjustjóri sagði frá hreinsunardögum sem hefjast 28. maí og standa í fjóra daga.
e) Garðyrkjustjóri kynnti fyrirhugaðan innigarð í porti við Valhúsaskóla.
Bókun:
Þar sem þetta er síðasti fundur Umhverfinefndar Seltjarnarness í núverandi mynd vill formaður þakka nefndarmönnum fyrir árangursríkt starf á líðandi kjörtímabili.
Nýrri nefnd Umhverfis – og skipulagsnefnd fylgja góðar óskir og traust um að umhverfismálum verði áfram gert hátt undir höfði og ekkert slegið af. Lyft hefur verið grettistaki í að efla umhverfisvitund bæjarbúa með öflugu starfi núverandi nefndar og auðvitað reglulegum skrifum í Græna horn Nesfrétta. Einnig er vert að geta að mikil samstaða hefur ríkt í störfum nefndarinnar og pólitískar átkakalínur engar verið.
Þór Sigurgeirsson (sign)
Fundi slitið kl 18:45
Þór Sigurgeirsson (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign) Helga Jósdóttir (sign)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)