9. febrúar 2010 í Þjónustumiðstöð
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Steinunn Árnadóttir.
Fundur settur kl. 17:15
Dagskrá:
- Jurtagarður við Nesstofu – Anna Þorbjörg safnstjóri
- Kattasamþykkt
- Erindi frá Landgræðslu Íslands
- Erindi frá SEEDS sjálfboðaliðasamtökum
- Styrkbeiðni frá Eflu verkfræðistofu
- Önnur mál
Jurtagarður við Nesstofu – Anna Þorbjörg safnstjóri
a. Tillögur um uppbyggingu á lyfjagrasagarði lagðar fram skjal 2009060035/27 – Umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn varðandi tillögur þessar.
Kattasamþykkt - drög að nýrri kattarsamþykkt Seltjarnarness lögð fram. Stefnt að því að afgreiða hana til bæjarstjórnar til staðfestingar á næsta fundi.
Erindi frá Landgræðslu Íslands – Erindi lagt fram og samþykkt samþykkt að veita 100.000 kr í uppgræðsluverkefni milli á afrétti milli Hengils og Lyklafells.
Erindi frá SEEDS forum sjálfboðaliðasamtökum – Erindi lagt fram til kynningar
Styrkbeiðni frá Eflu verkfræðistofu – Erindi lagt fram. Óskað er eftir 200.000 kr. styrk. Erindi hafnað.
Önnur mál
- Kvartanir um rottugang ræddar. SÁ mun ræða við meindýraeyðir bæjarins.
- SÁ kynnti möguleika Seltjarnarnessbæjar á að sækja um bláfánann fyrir Seltjörn og Gróttu.
- Kynna þarf á heimasíðu bæjarins nýjan lokunartíma í Gróttu sem verður frá 1. maí – 15. júlí til reynslu
- Ársskýrsla vinnuskólans lögð fram til kynningar
- Nýjir landnemar hafa fundist í Bakkatjörn sem mögulega hafa borist til landsins með farfuglum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund flóa finnst á Íslandi
- Veggjakrot rætt.
Fundi slitið kl. 18:30
Helga Jónsdóttir (sign) Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Þór Sigurgeirsson (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)