224. fundur 3. desember 2009 kl 17:15 –Mættir Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Árnadóttir og Ólafur Melsted.
- Kattasamþykkt Seltjarnarnessbæjar
- Friðlýsingar á Seltjarnarnesi
- Önnur mál
- Drög að nýrri samþykkt rædd og ákveðið að afla frekari gagna. Frestað til næsta fundar.
- Yfirlit yfir friðlýsingar lagt fram til kynningar. Eina breyting sem orðið hefur milli ára er lokunartími friðlandsins í Gróttu. Lokað frá 1. maí til 15 júni vegna varps. Þessi breyting var samþykkt á 221. fundi Umhverfisnefndar og staðfest á 698. fundi Bæjarstjórnar. Þetta hefur verið tilkynnt Umhverfisstofnun.
- Önnur mál.
a) Erindi frá Veraldarvinum (vísað til US frá F&L) – samþykkt að afþakka vegna þess að Seltjanarnesbær hefur ekki þörf fyrir fleiri aðila í saumarstörf að svo stöddu.
b) Erindi frá Ferðamálastofu vegna umsókna um styrki til uppbyggingar og viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Samþykkt að senda aftur inn umsókn um styrk til byggingar fuglaskoðunarskýlis.
c) BH lagði til að US setti niður á lista þau mál sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabils – þe hvað hefur gengið eftir.
d) Til upplýsinga skal þess getið að fjöldi Grænna Tunna og Endurvinnslutunna á Seltjarnarnesi er nú 370 stk. samkvæmt upplýsingum söluaðila. SÁ aflaði þessara upplýisinga.
e) ÓM upplýsti að vegna mjög fjölmennrar fimleikasýningar í Íþróttamiðtöð hefði að hugmynd bæjarstjóra verið sendur tölvupóstur á foreldra fimleikabarna hjá Gróttu og upplýsingar um bílastæði við Íþróttamiðstöð kynntar.
f) US hefur áhyggjur af framferði bílstjóra við skólana. Það fer vaxandi að ökumenn fari upp á gangstéttir og gras og jafnvel virði ekki mörk skólalóðar og stefni þar með umferð gangandi vegfarenda í hættu.
Formaður óskaði nefndarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og góðs nýs árs og þakkaði ánægjulegt samstarf á líðandi ári.
Fundargerð upplesin
Fundi slitið 19:15
Helga Jónsdóttir (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign) Þór Sigurgeirsson (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)