Fara í efni

Umhverfisnefnd

03. desember 2009

224. fundur 3. desember 2009 kl 17:15 –Mættir Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Árnadóttir og Ólafur Melsted.

 

  1. Kattasamþykkt Seltjarnarnessbæjar
  2. Friðlýsingar á Seltjarnarnesi
  3. Önnur mál

 

  1. Drög að nýrri samþykkt rædd og ákveðið að afla frekari gagna. Frestað til næsta fundar.
  2. Yfirlit yfir friðlýsingar lagt fram til kynningar. Eina breyting sem orðið hefur milli ára er lokunartími friðlandsins í Gróttu.  Lokað frá 1. maí til 15 júni vegna varps. Þessi breyting var samþykkt á 221. fundi Umhverfisnefndar og staðfest á 698. fundi Bæjarstjórnar. Þetta hefur verið tilkynnt Umhverfisstofnun.
  3. Önnur mál.
    a) Erindi frá Veraldarvinum (vísað til US frá F&L) – samþykkt að afþakka vegna þess að Seltjanarnesbær hefur ekki þörf fyrir fleiri aðila í saumarstörf að svo stöddu.
    b) Erindi frá Ferðamálastofu vegna umsókna um styrki til uppbyggingar og viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Samþykkt að senda aftur inn umsókn um styrk til byggingar fuglaskoðunarskýlis.
    c) BH lagði til að US setti niður á lista þau mál sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabils – þe hvað hefur gengið eftir.
    d) Til upplýsinga skal þess getið að fjöldi Grænna Tunna og Endurvinnslutunna á Seltjarnarnesi er nú 370 stk. samkvæmt upplýsingum söluaðila. SÁ aflaði þessara upplýisinga.
    e) ÓM upplýsti að vegna mjög fjölmennrar fimleikasýningar í Íþróttamiðtöð hefði  að hugmynd bæjarstjóra verið sendur tölvupóstur á foreldra fimleikabarna hjá Gróttu og upplýsingar um bílastæði við Íþróttamiðstöð kynntar.
    f) US hefur áhyggjur af framferði bílstjóra við skólana. Það fer vaxandi að ökumenn fari upp á gangstéttir og gras og jafnvel virði ekki mörk skólalóðar og stefni þar með umferð gangandi vegfarenda í hættu.

Formaður óskaði nefndarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og góðs nýs árs og þakkaði ánægjulegt samstarf á líðandi ári.

Fundargerð upplesin

Fundi slitið 19:15

Helga Jónsdóttir (sign)                                Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)                   Þór Sigurgeirsson (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?