Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Hreinsunardagur 15. maí 2004
3. Valhúsahæð
4. Fjárhagsáætlun 2004 5. Bygggarðsvör
6. Staðardagskrá 21, tímarammi framhald umræðna
7. Önnur mál
a) Erindi Golfklúbbs Ness um geymslugám
b) Námskeið um Vistvernd í verki
8. Fundi slitið
Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
1. Fundur settur af formanni kl. 17:06. Samþykkt að taka lið 7.b fyrir strax.
7.b. Námskeið fyrir bæjarstjórnarmenn og nefndarmenn í umhverfisnefnd um Vistvernd í verki, verður haldið fimmtudaginn 15. apríl kl. 17:15. Hrafnhildur boðar. Hrafnhildur vék af fundi.
2. Hreinsunardagurinn verður laugardaginn 15. maí. Samþykkt að MÖG hafi umsjón með framkvæmd fyrir hönd Umhverfisnefndar.
3. Formmaður lagði fram samantekt SB um Valhúsahæð, sbr. samþykkt síðasta fundar, vegna aðalskipulags. SB gerði frekari grein fyrir samantektinni. Nefndin samþykkir eftirfarandi samhljóða:
Valhúsahæð er einn mikilvægasti útsýnisstaður á höfuðborgarsvæðinu, með áhugaverðum jarðmyndunum, fjölbreyttum gróðri og gróðurlendum, sem lítið er eftir af á Seltjarnarnesi, fornminjum og sögulegum tengslum. Mikilvægt er að gildi hennar skerðist ekki, útsýnið, víðáttan og fjölbreytni í náttúrufari haldist. Í þeim tilgangi verði tengsl hennar við byggðina styrkt með stígum til norður og suðurs, átroðningi létt með einföldum stígum og almenn nýting svæðisins afmarkist við núverandi grasvöll. Stefnt verði að gerð upplýsinga- og fræðsluefnis um hæðina.
Jafnframt samþykkir nefndin að stefna að friðlýsingu kolls Valhúsahæðar sem náttúruvætti, þ.e. svæðisins í kringum útsýnisskífuna.
4. Fjárhagsáætlun 2004. IS fór yfir áætlunina eins og hún liggur fyrir frá nefndinni. Rætt um fræðslumál og fleira. Rætt nánar á næsta fundi.
5. Bygggarðsvör. Samþykkt að hefja undirbúning að þverskurði á svæðinu vegna hugsanlegra fornleifa. HK og SÁ falið að fá tilboð í verkið.
6. Staðardagskrá 21. Farið yfir tímaramma og stöðu mála á einstökum verkefnum., sem eru mörg hver komin vel af stað. Kom fram hjá IS að byrjað væri að færa Grænt bókhald hjá bænum.
7. Önnur mál:
a) Erindi Golfklúbbs Ness um geymslugám. Umhverfisnefnd leggst ekki gegn erindinu en vísar því til Skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
b) Erindi frá samtökunum Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) tekið fyrir. Samþykkt að veita 100.000 kr. fjárstuðning til samtakanna.
c) Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna verkefnisins “Nations in Bloom”. Verður tekið fyrir á næsta fundi.
8. Fleira ekki rætt. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:35
Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Margrét Pálsdóttir
fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)
Stefán Bergmann Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)