Fara í efni

Umhverfisnefnd

22. október 2009

223. Fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

22. október 2009 kl 17:15 –

Mættir Margrét Pálsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson,Brynhildur Þorgeirsdóttir, Ólafur Melsteð, Steinunn Árnadóttir og Baldur Gunnlaugsson var fram yfir 4. Lið

Dagskrá:

  1. Deiliskipulagsmál
  2. Umferð um Melabraut – erindi vísað til US frá skipulags og mannvirkjanefnd
  3. Jarðgerð hjá Seltjarnarnesbæ, kynning á moltugerð á vegum framkvæmda og þjónustumiðtöðvar
  4. Hunda og kattasamþykkt fyrir Seltjarnarnes
  5. Varðliðar umhverfis, verkefnasamkeppni grunnskólanema. (mnr.2009050030)
  6. Gróðursetning og umhverfisfræðsla nemenda í grunnskóla Seltjarnarness
  7. Önnur mál

 

  1. Deiliskipulagsmál: ÓM lagði fram metnaðarfullar hugmyndir varðandi vinnu við deiliskipulög á næstu  árum. Hugmyndin er að hefja vinnu við amk fjögur skipulög á næstunni.
  2. Mál varðandi umferð gangandi vegfarenda um Melabraut – Tækni og umhverfissviði falið að svara erindinu.
  3. Jarðgerð er hafin hjá Seltjanarnesbæ undir handleiðslu Baldurs Gunnlaugssonar. Allt gras og afklipp af trjám ásamt garðaúrgangi  er nú keyrt í hauginn í Bygggörðum og jarðgert. Baldur flutti mjög athygliverða kynninga fyrir Umhverfisnefnd sem mun í upphafi næsta fundar fara í vettvangsferð í Bygggaðarða og fá sýnishorn af „heimalagaðari“  Seltirnskri moltu.
  4. Vinna við þetta verkefni er í fullum gangi en er ekki lokið að fullu – frestað til næsta fundar
  5. Varðliðar umhverfis – frábært framtak skólakrakka í Mýrahúsakóla – ÞS mun rita þakkarbréf til þeirra ásamt því að myndir tengdar verkefninu munu verða til sýnis í stofnunum bæjarins á næstunni.
  6. Þessi liður var kláraður á 222. Fundi Umhverfisnefndar með styrk til Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
  7. Önnur mál voru engin að þessu sinni.

 

Fundi slitið 18:40

 

Margrét Pálsdóttir (sign)

Þór Sigurgeirsson (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?