Fara í efni

Umhverfisnefnd

06. ágúst 2009

6. ágúst 2009 kl 17:15 – Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Steinunn Árnadóttir og Ólafur Melsteð.

Forföll boðuðu Helga Jónsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir og ekki náðist í varamenn í tíma.

Dagskrá:

  1. Staða fjárhags nefndarinnar
  2. Umhverfiviðurkenningar 2009-08-07
  3. Árleg lokun friðlandsins í Gróttu
  4. Önnur mál

 

  1. Raunstaða fjárhagslykils umhverfinefndar lögð fram. Staðan er góð enda hefur sparsemi verið höfð að leiðarljósi nú sem endranær og td. tekið fundahlé frá 19. maí.
  2. Umhverfisviðurkenningar 2009. Tillaga ÞS og ÓM um vinninghafa ársins samþykkt samhljóða. Viðurkenningarnar verða veittar við athöfn fimmtudaginn 13. ágúst kl 17
  3. Árleg lokun friðlandsins í Gróttu. Umhverfisnefnd telur rétt í ljósi reynslu frá líðandi sumri að lengja þurfi lokun friðlandsins til að varp fái meiri frið. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að lengja lokunartíma friðlandsins í Gróttu um 2 vikur og eyjan verði  lokuð allri umferð til 15. Júlí ár hvert.
  4. Önnur mál
    a)Vinnuhópur er að störfum við uppfærslu og breytingar á katta og hundasamþykktum bæjarins. Drög verða lögð fyrir næsta fund Umhverfisnefndar.

    b)Hugsanleg úrræði gegn númerslausum bílum á einkalóðum rædd.

    c)Ákveðið að merkja staði í fjörunum þar sem stuðlabergsmyndanir  eru. Sett verð upp merki á göngustígnum hugsanlega í samstarfi við Lyonsklúbb Seltjanarness.

    d)Umhverfisnefnd fagnar því framtaki bæjastarfsmanna að hefja jarðgerð úr þeim garðaúrgangi sem til fellur á lóðum og opnum svæðum bæjarins.

 

Fundi slitið 18:15

 

Þór Sigurgeirsson (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?