6. ágúst 2009 kl 17:15 – Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Steinunn Árnadóttir og Ólafur Melsteð.
Forföll boðuðu Helga Jónsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir og ekki náðist í varamenn í tíma.
Dagskrá:
- Staða fjárhags nefndarinnar
- Umhverfiviðurkenningar 2009-08-07
- Árleg lokun friðlandsins í Gróttu
- Önnur mál
- Raunstaða fjárhagslykils umhverfinefndar lögð fram. Staðan er góð enda hefur sparsemi verið höfð að leiðarljósi nú sem endranær og td. tekið fundahlé frá 19. maí.
- Umhverfisviðurkenningar 2009. Tillaga ÞS og ÓM um vinninghafa ársins samþykkt samhljóða. Viðurkenningarnar verða veittar við athöfn fimmtudaginn 13. ágúst kl 17
- Árleg lokun friðlandsins í Gróttu. Umhverfisnefnd telur rétt í ljósi reynslu frá líðandi sumri að lengja þurfi lokun friðlandsins til að varp fái meiri frið. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að lengja lokunartíma friðlandsins í Gróttu um 2 vikur og eyjan verði lokuð allri umferð til 15. Júlí ár hvert.
- Önnur mál
a)Vinnuhópur er að störfum við uppfærslu og breytingar á katta og hundasamþykktum bæjarins. Drög verða lögð fyrir næsta fund Umhverfisnefndar.
b)Hugsanleg úrræði gegn númerslausum bílum á einkalóðum rædd.
c)Ákveðið að merkja staði í fjörunum þar sem stuðlabergsmyndanir eru. Sett verð upp merki á göngustígnum hugsanlega í samstarfi við Lyonsklúbb Seltjanarness.
d)Umhverfisnefnd fagnar því framtaki bæjastarfsmanna að hefja jarðgerð úr þeim garðaúrgangi sem til fellur á lóðum og opnum svæðum bæjarins.
Fundi slitið 18:15
Þór Sigurgeirsson (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)
Brynjúlfur Halldórsson (sign)