219. fundur umhverfisnefndar 21. apríl 2009 að Austurströnd 2
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jónas Friðgeirsson , Helga Jónsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Ólafur Melsted
Gestir: Hilmar Malmquist, Stefán Bergman
Fundur var settur kl. 17:15
Dagskrá:
- Skýrsla um lífríki Bakkatjarnar, kynning frá Hilmari Malmquist.
- Uppgræðsla í beitarhólfi á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni, erindi frá Landgræðsu ríkisins.
- Kynning á Yrkjusjóðnum og beiðni um óskir og ábendingar, erindi frá Yrkjusjóðnum.
- Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009.
- Merkingar á Seltjarnarnesi, hugmyndir framkvæmdastjóra.
- Hreinsunarvika í maí.
- Skýrsla um lífríki Bakkatjarnar, kynning frá Hilmari Malmquist. – Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
- Uppgræðsla í beitarhólfi á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni, erindi frá Landgræðsu ríkisins. – erindi 2008/12-0009 lagt fram. Árangur var mjög góður. Óskað eftir framlagi 100.000 kr. – erindi samþykkt.
- Kynning á Yrkjusjóðnum og beiðni um óskir og ábendingar, erindi frá Yrkjusjóðnum. Erindi lagt fram til kynningar.
- Vinnuskóli og vinna ungmenna sumarið 2009. Fjöldi ungmenna hefur sótt um starf hjá bænum. Reynt verður að koma sem flestum til vinnu. Þau munu sinna ýmsum störfum á vegum bæjarins.
- Merkingar á Seltjarnarnesi, hugmyndir framkvæmdastjóra. Hugmyndir framkvæmdastjóra tækni og umhverfissviðs ræddar.
- Hreinsunarvikan í ár verður 15-22 maí n.k. Bæjarstarfsmenn og aðrir munu hreinsa opin svæði bæjarins og verða afklippur og annar gróðurúrgangur tekinn jafnóðum. Auglýst verður í Nesfréttum og á vefsíðu bæjarins.
- Önnur mál
a. Átak hefur verið í gangi að fjarlægja bílhræ úr bænum.
b. Bókarkaup vegna viðurkenninga fyrir nemendur úr Valhúsaskóla. MP mun sjá um það.
c. Grendargámar eru núna við Orkuna á Eiðistorgi en verða fluttir á plan við ráðhúsreit.
d. Lausaganga hunda og katta rætt. Umhverfisnefnd vill árétta að hunda ber að hafa í bandi.
Helga Jónsdóttir (sign) Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Jónas Friðgeirsson (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)