Fara í efni

Umhverfisnefnd

27. nóvember 2008

215. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 27. nóvember 2008.

 

Mættir: Ólafur Melsteð (ÓM), Margrét Pálsdóttir (MP), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Steinunn Árnadóttir (SÁ) og Helga Jónsdóttir (HJ),  sem ritar þessa fundargerð.

Gestur: Hermann Gunnlaugsson frá Teiknistofunni Storð.

Fundur settur 17:1

Dagskrá:

  1. Kynning á Heilsustígum –  Hermann Gunnlaugsson frá Teiknistofunni Storð kynnti heilsustíga  - hugmynd sem er kerfi æfingastöðva sem staðsetja mætti við göngustíga bæjarins.  
  2. Vinnufundur /ýmis mál
    a.      Rætt um endurvinnslumál bæjarins og Staðardagskrá 21. Æskilegt að staðardagskrá sé lifandi verkefni. SÁ sagði frá heimsóknum til Gámafélagsins og Gámaþjónustunnar ásamt kynningum í stofnunum bæjarins. ÓM talaði um ánægju vegna endurvinnslumála bæjarins.
    Upplýsingar SD21 verða uppfærðar á heimasíðunni.
    b.      Garðyrkjustjóri upplýsti að 4 af 8 jólatrjám sem sett verða upp í bænum í ár eru felld í bænum – 1 í garði einkaaðila og 3 í skógarlundinum milli bæjarskrifstofu og Plútóbrekku.
    c.       Iðunnarreiturinn var ræddur og ÓM sagði frá því að verið er að fylla upp í grunninn og stefnt er að því að sá í blettinn næsta vor.
    d.      Allt óæskilegt rusl og búnaður á að vera farinn af Slysavarnarlóðinni
    e.      Rætt um uppsetningu á umferðarskiltum. Áður en þau eru sett upp, þarf að leggja fyrir erindi til Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
    f.        Hraðahindranir og heildræn stefna í hraðamálum rædd.
    g.      Rætt um fréttir frá tækni- og umhverfissviði.
    h.       Formaður sagði frá flutningum tækni- og umhverfissviðs á Austurströnd og fyrirhuguðum flutningi áhaldahúss í nýja þjónustumiðstöð á Austurströnd 1.
    i.        Rætt um deiliskipulagsvinnu sem er í gangi. Ekkert bólar enn á kynningu höfunda deiliskipulags Vestursvæðis – en vinnan átti að fara fram í nánu samstarfi  við Umhverfisnefnd. Höfundar komu á fund nefndarinnar í janúar á þessu ári og hefur ítrekað verið óskað eftir að Umhverfisnefnd sé höfð með í ráðum en það hefur ekki orðið raunin. Rétt er að árétta að Umhverfisnefnd er umsagnaraðili í öllum deiliskipulagsmálum skv. erindisbréfi nefndarinnar.
    j.        Rætt um snyrtingu og hugsanlegar aðgerðir á „ráðhúsreit“
    k.       ÓM greindi frá stöngum sem búið er að setja niður á Suðurströnd til að hindra að bifreiðar leggi á grasið gegnt íþróttamiðstöð.
    l.        Formaður greindi frá stöðu Græn tunnu /Endurvinnslutunnu verkefnis sem ljúka mun um áramót.

Fundi slitið kl. 18:45

 

Margrét Pálsdóttir (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Þór Sigurgeirsson (sign)

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?