214. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness16. október 2008 kl 17:15
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Ólafur Melsteð
Dagskrá:
Formaður bauð nýjan framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs velkominn til starfa og mun hann eftrileiðis sitja fundi Umhverfisnefndar.
1. Ólafur Melsteð nýr framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs
2. Erindi frá Veðurstofu Íslands (2008090073) – Sjálfvirk veðurstöð í Gróttu
3. Erindi frá Teiknistofunni Storð – Heilsu og æfingastígar
4. Önnur mál
1. ÓM kynnti sig og sínar hugmyndir, áherslur og framtíðarsýn. Boðaði m.a. stóraukið samstarf Umhverfisnefndar og Skipulags- og mannvikjanefndar.
2. Erindi frá Veðurstofu Íslands – Sjálfvirk veðurstöð í Gróttu tilraunaverkefni. Samþykkt
3. Erindi frá Teiknistofunni Storð – Óskað er eftir frekari upplýsingum og þeim boðið til fundar á næstunni.
4. Önnur mál
a) Svarbréf Umhverfisstofnunnar til SSH vegna meindýravarna lagt fram til kynningar
b) Minnkaveiðiskýrsla ársins lögð fram til kynningar. 6 minnkar hafa verið unnir hér það sem af er ári
c) Iðunnarreitur ræddur. Ástand lóðar er óviðunandi og er úrbóta krafist nú þegar af eigendum lóðarinnar.
d) Óskráðir bílar á eignalóðum
e) Lóðir og hæð trjáa rædd. Mannvirkja og skipulagslög eru óbreytt frá 1997
f) Umræða um heildarúttekt á skiltum og merkingum í bænum
g) MP ræddi um stöðu vörubíla og atvinnutækja við Slysavarnahús
h) BH þakkar fyrir skjót viðbrögð á uppsetningu hraðahindrana í Tjarnarmýri
Fundi slitið 18:50
Þór Sigurgeirsson (sign) Helga Jónsdóttir (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign) Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Brynjúlfur Halldórsson (sign)