209. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 3.apríl kl 17:15
Mættir: Þór Sigurgeirsson, Helga Jónsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Steinunn Árnadóttir
Gestur: Þórhildur Þórhallsdóttir frá Þekkingarmiðlun.
Fundur settur 17:15 og slitið 18:45
Dagskrá:
- Heimsókn og kynning frá Þekkingarmiðlun Þórhildur Þórhallsdóttir
- Græna tunnan á Seltjarnarnes – aðgerðaplan
- Hreinsunarvika 2008 – undirbúningur
- Önnur mál
- Heimsókn og kynning frá Þekkingarmiðlun. Þórhildur Þórhallsdóttir kynnti námskeið sem fyrirtækið er að fara af stað með og snýr að umhverfismálum almennt og viðhorfi til þeirra. Þórhildur og SÁ munu í framhaldi skoða mögulegt samstarf.
- Græna tunnan á Seltjarnarnes (2008040010) – aðgerðaplan lagt fram og samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki Fjárhags og launanefndar. ÞS fundar með Fjárhagssviði um nánari útfærslu umsóknakerfis.
- Hreinsunarvika 2008 2.- 8 maí. Ýmsar hugmyndir að kynningu og framkvæmd ræddar. BÞ aflar gagna um nýtt markaðsefni. Nánari útfærsla ákveðin í samráði við SÁ á næstu vikum.
- Önnur mál
Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefndar kynntur
Vefmyndavél í Gróttu sem tengd verður heimasíðu bæjarins er tilbúin til uppsetningar og verður sett upp á allra næstu dögum.
Helga Jónsdóttir (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Brynjúlfur Halldórsson (sign)