Fara í efni

Umhverfisnefnd

207. fundur 17. janúar 2008

207. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

17. janúar 2008

Mættir: Brynjúlfur Halldórsson (BH), Margrét Pálsdóttir (MP), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Steinunn , og Helga Jónsdóttir sem ritaði fundargerð

Aðrir gestir voru fulltrúar menningarnefndar sem viku af fundi eftir 1. lið og aðilar frá VSÓ og Hornsteinum, Stefán Gunnar Thors, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir.

Fundur settur: 17:15

Dagskrá fundarins.

  1. Kynning Hornsteina og VSÓ á skipulagsvinnu vestursvæða Seltjarnarness.
  2. Önnur mál

 

  1. Kynning Hornsteina og VSÓ á skipulagsvinnu vestursvæða Seltjarnarness.

    Stefán og Ragnhildur fóru yfir þá undirbúningsvinnu sem staðið hefur yfir og kynntu fyrir nefndarmönnum. Fulltrúar í Umhverfisnefnd lögðu á það skýra áherslu að náið samstarf verði hér eftir haft við Umhverfisnefnd um vinnu þessa.

    Eftir kynninginguna fóru fram líflegar umræður um ýmsar hugmyndir og sjónarmið nefndarfulltrúa. Ragnhildur og Stefán punktuðu hjá sér þessar hugmyndir til að hafa til hliðsjónar við hugmyndavinnu deiliskipulagsins.

  2. Önnur mál:

    Umsókn Golfklúbbs Ness um breytingar við 8 og 3 holu.

    Umhverfisnefnd fellst á fram komnar breytingatillögur GN að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

    -Hólar við 8. holu verði ekki nær Búðatjörn en sem nemur 50 metrum.

    -Breytingar á gömlu 3. holu (æfingasvæði). Mæling fari fram undir eftirliti garðyrkjustjóra/tæknideildar á útjaðri breytinga og stuðst við upplýsingar úr vettvangsferð US á golfvöllinn.

    -Ekki verði hróflað við umhverfi landmælingasteins við bílaplan golfvallarins.

    -Jafnframt er framkvæmdaleyfi við uppbyggingu bakka Búðatjarnar á golfvellinum afturkallað í ljósi fyrirhugaðrar rannsóknar á lif og vistkerfi tjarna á Seltjarnarnesi.

    -Eftirlitsaðili Umhverfisnefndar á framkvæmdum þessum er garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar.
Fundi slitið kl 19:15

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign), Brynjúlfur Halldórsson (sign), Margrét Pálsdóttir (sign), Þór Sigurgeirsson (sign), Helga Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?