205. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 5. nóvember 2007.
Mættir: Margrét Pálsdóttir (MP), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Steinunn Árnadóttir og Helga Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Gestur fundarins var Þorkell Helgason frá Golfklúbbi Ness
Fundur settur 17:15
Dagskrá:
- Rannsókn á lífríki og vistkerfi í og við tjarnir á Seltjarnarnesi
- Umsókn GN um breytingar á golfvelli í Suðurnesi
- Önnur mál
- Tekin fyrir Verk- og kostnaðaráætlun varðandi Rannsókn á lífríki Bakkatjarnar, Búðartjarnar og Daltjarnar.
Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkir samhljóða að ráðist verði í þessa rannsókn sem á eftir að reynast hið besta kennsluefni til umhverfisfræða og stoð við umhverfisfræðslu sem hafin er í yngri deildum grunnskólans (2007100048)
- Erindi Golfklúbbs Ness v/breytinga á golfvellinum í Suðurnesi Lagst er gegn tillögu um hellulögn við Kóngspunkt. Ákveðið að hittast sunnudaginn 18. nóvember kl. 11:00 í vettvangsskoðun ásamt fulltrúum Golfklúbbs Ness þar sem farið verður nánar yfir fyrirhugaðar breytingar.
- Önnur mál - Staðardagskrá 21. SÁ sagði nefndinni frá erindi sem Ragnhildur Jónsdóttir frá Staðardagskrá 21 í hélt fyrir fulltrúa frá stofnunum bæjarins. Nú er kominn tengiaðili í hverja stofnun bæjarins sem tryggir að unnið sé sameiginlega eftir markmiðum Staðardagskrár 21 undir handleiðslu SÁ sem er staðardagskrárfulltrúi bæjarins.
Fundi slitið 18:45
Brynhildur Þorgeirsdóttir (Sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)
Þór Sigurgeirsson (Sign) Margrét Pálsdóttir (Sign)
Helga Jónsdóttir (Sign)